Erlent

Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar
Bill Cosby á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en hann var dæmdur sekur um nauðgun á dögunum.
Bill Cosby á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en hann var dæmdur sekur um nauðgun á dögunum. Vísir/EPA

Kviðdómurinn sem dæmdi Bill Cosby sekan um nauðgun segir ekkert hafa haft áhrif á ákvörðunina nema það sem gerðist í dómsal. Cosby hafi innsiglað sín eigin örlög með vitnisburði sínum.



Harrison Snyder, meðlimur kviðdómsins, sagði vitnisburð Cosbys þar sem hann viðurkenndi að hafa byrlað konum ólyfjan til þess að stunda kynlíf með þeim, hafa verið þá sönnun sem Snyder þurfti til að trúa því að Cosby hafi verið sekur.



„Hr. Cosby viðurkenndi að hafa gefið ungum konum quaalude [róandi lyf] til þess að stunda kynlíf með þeim. Ég efast ekki um að kviðdómurinn hafi komist að réttri niðurstöðu,“ sagði Snyder í viðtalið við sjónvarpsþáttinn Good Morning America.



Meðlimir kviðdómsins sem dæmdi í máli Cosby, gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að meðlimir kviðdómsins hafi komist að einróma niðurstöðu eftir það sem þeir sáu og heyrðu í réttarsal en ekki vegna utanaðkomandi þátta eins og kynþáttar Cosby og metoo-byltingarinnar.



Cosby, sem er áttræður, er nú í stofufangelsi á heimili sínu í Philadelphia-borg og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Líklegt er að fangelsisdómur hans verði kveðinn upp innan þriggja mánaða.



Lögfræðingar hans heita því að áfrýja dómnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×