Rúnar Alex: Gæti verið mitt fyrsta og síðasta tækifæri til að fara á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 11:00 Rúnar Alex Rúnarsson vill komast á HM eins og svo margir. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti