Sport

Kaepernick heiðraður af Amnesty

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kaepernick fer á hnéð í þjóðsöngnum ásamt einum liðsfélaga sínum.
Kaepernick fer á hnéð í þjóðsöngnum ásamt einum liðsfélaga sínum. vísir/getty
Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers, var heiðraður af Amnesty International fyrir mótmæli hans gegn kynþáttamismunun.

Kaepernick var fyrstur leikmanna í NFL deildinni til þess að krjúpa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Fleiri leikmenn fylgdu svo eftir fordæmi Kaepernick og vöktu mótmælin reiði margra, meðal annars forsetans Donald Trump.

Leikstjórnandinn fékk verðlaun sem „sendiherra samviskunnar,“ (e. Amnesty's Ambassador of Conscience Award) sem heiðrar þá sem hafa barist fyrir mannréttindum.

Talsmaður Amnesty sagpu Kaepernick vera „íþróttamann sem er núna þekktur fyrir að standa gegn mismunun á grundvelli kynþáttar.“

„Staða Kaepernick er enn merkilegri vegna þess hversu mikill þrýstingurinn hefur verið frá þeim sem eru í valdastöðum.“

NFL

Tengdar fréttir

Segir að Kaepernick sé loksins að fá vinnu

Lögfræðingur leikstjórnandans Colin Kaepernick, sem hóf öll þjóðsöngvamótmælin í Bandaríkjunum, segir að það styttist í að leikmaðurinn fái samning á nýjan leik í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×