Franskur maður fær þriðja andlitið Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 21:12 Laurent Lantieri, til vinstri, sérhæfir sig í húðágræðslum. Til hægri má sjá myndir af sjúklingnum og andlitunum þremur. Vísir / AFP Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45
Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00