Ráðgjafi Trump stýrði hugveitu með áróður gegn múslimum Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2018 14:44 Bolton tók við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, var stjórnarformaður hægrisinnaðrar hugveitu sem dreifir misvísandi og fölskum neikvæðum fréttum um múslima þangað til í síðasta mánuði. Hugveitan hefur meðal annars varað við meintri yfirvofandi yfirtöku „jíhadista“ í Evrópu. Trump valdi Bolton sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn eftir að hann lét H.R. McMaster fara í síðasta mánuði. Bolton var meðal annars sendifulltrúi ríkisstjórnar George W. Bush við Sameinuðu þjóðirnar í síðara Íraksstríðinu og er á meðal einörðustu harðlínumanna í utanríkismálum á hægri væng bandarískra stjórnmála. Þangað til í síðasta mánuði stýrði Bolton jafnframt Gatestone-stofnuninni, hugveitu í New York, sem hefur birt fjölda neikvæðra greina um múslima, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Á meðal fullyrðinga höfunda sem skrifa fyrir hugveituna er að hvítt fólk muni brátt hverfa í Evrópu vegna flæðis fólks frá múslimalöndum þangað.Töluðu um Svíþjóð sem „nauðganahöfuðborg vestursins“ Á vefsíðu hugveitunnar segir að hún „uppfræði almenning um það sem meginstraumsfjölmiðlar fjalla ekki um“, þar á meðal um mannréttindi, tjáningarfrelsi og orkumál. Á meðal greina sem hún hefur birt fjallar ein um að sómalskir innflytjendur í Svíþjóð hafi gert landið að „nauðganahöfuðborg vesturlanda“. Hugveitan hefur einnig ítrekað fjallað um meint svæði í evrópskum borgum þar sem yfirvöld eigi ekki að hætta sér inn vegna ofríkis múslima. Steve Emerson sem komst í fréttirnar árið 2015 þegar hann sagði við Fox News að sjaríalög væru í gildi í ensku borginni Birmingham hefur meðal annars skrifað fyrir Gatestone. Rússnesk nettröll og bottar eru sagðir hafa dreift greinum Gatestone ítrekað. Greinarhöfundar hennar hafa einnig komið margsinnis fram í rússneskum fjölmiðlum eins og Spútnik og RT. Þar eru þeir sagðir hafa gagnrýnt leiðtoga Evrópulanda eins og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, er einn þeirra sem hefur skrifað fyrir Gatestone-stofnunina sem Bolton stýrði.Vísir/AFPVar á móti boðuðu múslimabanni Trump Bolton er þó sjálfur sagður hafa haldið sig við skrif um Íran og önnur utanríkismál. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Bandaríkin ráðist á Íran að fyrra bragði. Hann gagnrýndi einnig múslimabannið sem Trump boðaði í kosningabaráttunni í desember árið 2015. Nina Rosenwald, forseti Gatestone-stofnunarinnar, segir við NBC að Bolton hafi ekki átt neina aðild að greinum sem hugveitan birti og að stofnunin viti ekki til þess að rússnesk tröll hafi breitt út efni hennar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Eftirmaður H.R. McMaster var yfir vopnaeftirlitsmálum þegar Bandaríkin sökuðu Írak um að búa yfir gereyðingarvopnum. Hann vill hefja stríð við Norður-Kóreu og Íran að fyrra bragði. 22. mars 2018 23:10
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30