Menning

Tilnefningar til Maístjörnunnar kynntar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Eydís Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Mynd/Ólafur J. Engilbertsson
Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefnd eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir fyrir Flórída, Elísabet Kristín Jökulsdóttir fyrir Dauðinn í veiðarfæraskúrnum, Eydís Blöndal fyrir Án tillits, Jónas Reynir Gunnarsson fyrir Stór olíuskip og Kristín Ómarsdóttir fyrir Kóngulær í sýningargluggum.

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar. Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2017 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Magnea J. Matthíasdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

„Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu,“ segir í frétt á vef Rithöfundasambands Íslands.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.