Ég kosta 134.435.520 krónur Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. Ég hef nú þegar kostað skattgreiðendur 132.995.520 krónur og þegar afplánun lýkur hafa bæst við 1.680.000- krónur eða samtals 134.435.520 krónur. Á þessum 14 árum hef ég fengið 14.560.00 krónur í „svört“ laun sem ýmist eru kölluð þóknun eða dagpeningar. Ég greiði enga skatta af þessum greiðslum, en kem líka án allra réttinda út í samfélagið að nýju; hef engu safnað í lífeyrissjóð og ekki öðlast rétt til atvinnuleysisbóta svo dæmi séu tekin. Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður. Á þessum 14 árum hef ég sjö sinnum hitt sálfræðing og félagsráðgjafa, sem er meira en margur. Í fyrri afplánun minni var ekkert nám í boði og því síður verknám og ég fékk enga faglega aðstoð við að breyta mínu líferni svo ég mætti koma úr fangelsi sem breyttur og betri maður. Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér. Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð? Í staðinn hef ég verið vistaður árum saman í langdýrustu geymslu sem í boði er. Fyrir sama fjármagn hefði verið hægt að bjóða upp á margvísleg úrræði; kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði. Við myndum fækka verulega endurkomum í fangelsi ef við kæmum upp róttækri betrunarstefnu og aðstoðuðum þá sem dæmdir hafa verið í fangelsi til að feta nýjar brautir; með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna. Hættum að kasta milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda. Komum á skilvirku kerfi sem gagnast öllu samfélaginu. Það er hægt, enda tekist annars staðar, en til þess þarf bæði þverpólitískan vilja og stuðning almennings – sem á endanum borgar brúsann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. Ég hef nú þegar kostað skattgreiðendur 132.995.520 krónur og þegar afplánun lýkur hafa bæst við 1.680.000- krónur eða samtals 134.435.520 krónur. Á þessum 14 árum hef ég fengið 14.560.00 krónur í „svört“ laun sem ýmist eru kölluð þóknun eða dagpeningar. Ég greiði enga skatta af þessum greiðslum, en kem líka án allra réttinda út í samfélagið að nýju; hef engu safnað í lífeyrissjóð og ekki öðlast rétt til atvinnuleysisbóta svo dæmi séu tekin. Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður. Á þessum 14 árum hef ég sjö sinnum hitt sálfræðing og félagsráðgjafa, sem er meira en margur. Í fyrri afplánun minni var ekkert nám í boði og því síður verknám og ég fékk enga faglega aðstoð við að breyta mínu líferni svo ég mætti koma úr fangelsi sem breyttur og betri maður. Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér. Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð? Í staðinn hef ég verið vistaður árum saman í langdýrustu geymslu sem í boði er. Fyrir sama fjármagn hefði verið hægt að bjóða upp á margvísleg úrræði; kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði. Við myndum fækka verulega endurkomum í fangelsi ef við kæmum upp róttækri betrunarstefnu og aðstoðuðum þá sem dæmdir hafa verið í fangelsi til að feta nýjar brautir; með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna. Hættum að kasta milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda. Komum á skilvirku kerfi sem gagnast öllu samfélaginu. Það er hægt, enda tekist annars staðar, en til þess þarf bæði þverpólitískan vilja og stuðning almennings – sem á endanum borgar brúsann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar