"Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 15:00 Eva Björg Ægisdóttir, önnur frá hægri, ásamt Elizu Reid, Ragnari Jónassyni og Yrsu Sigurðardóttur. Skagamærin Eva Björg Ægisdóttir, 29 ára þriggja barna móðir, er handhafi Spennusagnaverðlaunanna Svartfuglsins sem veitt voru í Veröld - húsi Vigdísar í fyrsta skipti í gær. Bók hennar Marrið í stiganum er komin í verslanir. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í fyrra í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Vann smásagnakeppni Eva Björg fékk að vita í febrúar að hún hefði borið sigur úr býtum en valið var ekki gert opinbert fyrr en í gær. Það er skammt stórra högga á milli hjá Evu Björgu sem eignaðist stúlku fyrir fjórum vikum. „Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna þegar ég er búin að gefa út bók,“ segir Eva Björg um sögu sína við skriftir. Hún hafi frá unga aldri notið þess að skrifa og vann til verðlauna fyrir smásögur á unglingsárum. Eva Björg er í sambúð með Gunnari Kristjánssyni, jarðfræðingi og knattspyrnukappa, og búa þau í vesturbænum á æskuslóðum Gunnars. Saga Evu Bjargar gerist hins vegar á hennar æskuslóðum, Akranesi.„Ég hef alltaf búið þar þangað til nýlega. Það er gaman að hún gerist í smábæ, þeim smábæ sem ég þekki best.“Tilkynnt var um Svartfuglinn í fyrra og ákvað Eva að taka þátt.Gunnar og Eva Björg eru rík þegar kemur að börnum. Í hópinn hefur bæst fjögurra vikna stúlka.Fann tíma til skrifta í þéttskipaðri dagskrá„Ég var byrjuð að vinna í bók, sem er eitthvað sem ég ætlaði alltaf að gera,“ segir Eva. Hún hafi fengið sér vinnu sem flugfreyja og fann tíma, þrátt fyrir miklar annir á heimilinu, til að skrifa í vaktafríum sínum. Auk þess var hún á fullu í meistaranámi sínu í hnattvæðingu.Og nú þegar bókin er komin út er Eva Björg farin að velta næstu skrefum fyrir sér, meðfram því að sinna börnunum.„Ég er með nokkrar hugmyndir. Það er reyndar búið að vera ansi mikið að gera undanfarið en ég ætla að halda áfram,“ segir Eva Björg. Það væri draumur að geta séð fyrir sér með skrifum.„En það er erfitt á Íslandi. Maður þarf að selja eitthvað út ef maður ætlar að gera það,“ segir Eva. Þá kemur sér vel að hluti af verðlaununum, 500 þúsund krónur, er samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Marrið í stiganum kom út í dag.Boltaferð fyrir verðlaunaféð?Sem fyrr segir er unnusti Evu Bjargar mikill knattspyrnumaður og stuðningsmaður Liverpool. Verðlaunaféð mun þó ekki fara í ferðalag á HM í Rússlandi í sumar.„Það er svo langt til Rússlands. Kannski förum við til Bretlands að horfa á Liverpool,“ segir Eva á léttum nótum.Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar, Marrið í stiganum, sem kom út í dag. Í áliti dómnefndar um bókina segir m.a.: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“Í upphafi bókarinnar komast lesendur að því að ung kona hafi fundist myrt í fjörunni við Akranes.Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar. Bókmenntir Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skagamærin Eva Björg Ægisdóttir, 29 ára þriggja barna móðir, er handhafi Spennusagnaverðlaunanna Svartfuglsins sem veitt voru í Veröld - húsi Vigdísar í fyrsta skipti í gær. Bók hennar Marrið í stiganum er komin í verslanir. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í fyrra í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Vann smásagnakeppni Eva Björg fékk að vita í febrúar að hún hefði borið sigur úr býtum en valið var ekki gert opinbert fyrr en í gær. Það er skammt stórra högga á milli hjá Evu Björgu sem eignaðist stúlku fyrir fjórum vikum. „Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna þegar ég er búin að gefa út bók,“ segir Eva Björg um sögu sína við skriftir. Hún hafi frá unga aldri notið þess að skrifa og vann til verðlauna fyrir smásögur á unglingsárum. Eva Björg er í sambúð með Gunnari Kristjánssyni, jarðfræðingi og knattspyrnukappa, og búa þau í vesturbænum á æskuslóðum Gunnars. Saga Evu Bjargar gerist hins vegar á hennar æskuslóðum, Akranesi.„Ég hef alltaf búið þar þangað til nýlega. Það er gaman að hún gerist í smábæ, þeim smábæ sem ég þekki best.“Tilkynnt var um Svartfuglinn í fyrra og ákvað Eva að taka þátt.Gunnar og Eva Björg eru rík þegar kemur að börnum. Í hópinn hefur bæst fjögurra vikna stúlka.Fann tíma til skrifta í þéttskipaðri dagskrá„Ég var byrjuð að vinna í bók, sem er eitthvað sem ég ætlaði alltaf að gera,“ segir Eva. Hún hafi fengið sér vinnu sem flugfreyja og fann tíma, þrátt fyrir miklar annir á heimilinu, til að skrifa í vaktafríum sínum. Auk þess var hún á fullu í meistaranámi sínu í hnattvæðingu.Og nú þegar bókin er komin út er Eva Björg farin að velta næstu skrefum fyrir sér, meðfram því að sinna börnunum.„Ég er með nokkrar hugmyndir. Það er reyndar búið að vera ansi mikið að gera undanfarið en ég ætla að halda áfram,“ segir Eva Björg. Það væri draumur að geta séð fyrir sér með skrifum.„En það er erfitt á Íslandi. Maður þarf að selja eitthvað út ef maður ætlar að gera það,“ segir Eva. Þá kemur sér vel að hluti af verðlaununum, 500 þúsund krónur, er samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Marrið í stiganum kom út í dag.Boltaferð fyrir verðlaunaféð?Sem fyrr segir er unnusti Evu Bjargar mikill knattspyrnumaður og stuðningsmaður Liverpool. Verðlaunaféð mun þó ekki fara í ferðalag á HM í Rússlandi í sumar.„Það er svo langt til Rússlands. Kannski förum við til Bretlands að horfa á Liverpool,“ segir Eva á léttum nótum.Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar, Marrið í stiganum, sem kom út í dag. Í áliti dómnefndar um bókina segir m.a.: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“Í upphafi bókarinnar komast lesendur að því að ung kona hafi fundist myrt í fjörunni við Akranes.Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar.
Bókmenntir Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira