Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 12:48 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47