Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:37 Guðrún segir ákæruna ákveðinn áfangasigur. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57