Erlent

Vísbendingar um tilfinningagreind hesta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hestum voru sýndar myndir af reiðu og brosmildu fólki.
Hestum voru sýndar myndir af reiðu og brosmildu fólki. Vísir/AP
Hestar geta lesið tilfinningar úr svipbrigðum fólks ef marka má nýja rannsókn á vegum háskólans í Sussex. Þessi tilfinningagreind er einnig þekkt á meðal hunda en niðurstöðurnar gefa að sama skapi til kynna að hestar verði varari um sig í návist einstaklinga sem sýnt hafa reiðar tilfinningar í návist þeirra.

Rannsóknarteymið frá Sussex sýndi hestum myndir af andlitum fólks. Ellefu hestum voru sýndar myndir af bersýnilega reiðu fólki en 10 hestar fengu að sjá mynd af brosandi einstaklingum.

Hestarnir fengu að horfa á myndina í um tvær mínútur og um þremur til sex klukkustundum síðar voru þeir leiddir fyrir einstaklinginn á myndinni - sem þá var með hlutlausan svip.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þessa að hestar, sem fengu að sjá reiðar myndir, horfi markvert lengur á einstaklinginn með vinstra auga sínu en þeir hestar sem sáu brosmilt fólk.

Þá segja rannsakendurnir að hestarnir sem fengu reiðu myndirnar séu stressaðari í návist myndefnisins. Það sjáist meðal annars á atferli þeirra en þeir eru sagðir líklegri til að sleikja út um, tyggja, klóra sér og lykta af jörðinni en hestarnir sem fengu að sjá glaðlegar myndir.

Nánar má fræðast um niðurstöður rannsóknarinnar hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×