Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 10:59 Harpa hefur verið rekin með tapi um árabil. vísir/egill Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, eigendur hússins, lögðu jafnframt til rúmlega tvöfalt hærri upphæð til reksturs Hörpu en árið áður. Framlagið nam 450 milljónum í fyrra samanborið við 191 milljón árið áður. Þrátt fyrir það virðist móta fyrir viðsnúningi í rekstri Hörpu ef marka má ársreikning hússins, sem lagður var fram á aðalfundi í gær. Þar kemur meðal annars fram að viðburðum í húsinu hafi fjölgað um 20 prósent á milli ára. Þeir hafi verið 1542 talsins á síðasta ári en 1284 árið 2016. Af þeim voru 1.052 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Einnig voru haldnar 469 ráðstefnur, fundir og veislur. Alls voru haldnir 450 viðburðir og leiðsagnir fyrir ferðamenn. Að sama skapi fjölgaði gestum Hörpu og voru þeir liðlega 2,3 milljónir í fyrra. Þeir höfðu verið 2 milljónir talsins árið áður. Þetta hafi orðið til þess að auka heildartekjur samstæðunnar á milli ára um rúmar 100 milljónir króna - þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi lækkað um 9 prósent. Á sama tíma lækkuðu rekstrargjöld hennar um 150 milljónir króna á milli ára.Þungir kostnaðarþættir Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, segir því í tilkynningu að hagræðingaraðgerðir sem stjórn hússins hefur ráðist í, ásamt öðrum umbótum í rekstri Hörpu, séu farnar að að skila árangri. „Þannig hefur framlegð af kjarnastarfsemi batnað og við munum vinna markvisst á sömu braut gagnvart rekstrinum í heild með samstilltu átaki starfsmanna og í góðu samstarfi við eigendur Hörpu sem eru ríki og Reykjavíkurborg. EBITDA batnar verulega og skiptir þar máli aukið framlag eigenda en reksturinn gengur einnig betur þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi heldur dregist saman, fasteignagjöld hækki 36 m.kr. á milli ára og þá almennu hækkun launakostnaðar sem öll fyrirtæki landsins finna vel fyrir,“ er haft eftir Svanhildi. „En fyrir heilbrigðari rekstrargrundvöll Hörpu til framtíðar þarf horfast í augu við gríðarlega þunga kostnaðarþætti sem snerta fasteignina, s.s. há fasteignagjöld og viðhald á þessari dýrmætu byggingu sem tekjur af útleigu og menningarstarfi geta aldrei mætt að fullu. Þetta viðfangsefni er í vinnslu í góðu samráði við eigendur,“ segir hún ennfremur.Helstu atriði og lykiltölur úr ársreikningi:Heildartekjur samstæðunnar árið 2017 voru rúmir 1.6 ma.kr. miðað við tæpa 1.5 ma.kr. árið 2016. Rekstrartekjur voru 1.161 m.kr., lækka um 9% og munar þar mestu um þrjá mjög stóra alþjóðlega viðburði árið 2016 auk umfangsmeiri eigin viðburða það ár.Framlag eigenda (íslenska ríkið og Reykjavíkurborg) til rekstrar vegna ársins 2017 var 450 m.kr. og hækkaði úr 191 m.kr. frá árinu áður en EBITDA Hörpu án framlaga eigenda hefur verið neikvæð um allt að 550 m.kr. frá upphafi, þar til nú.Rekstrargjöld samstæðunnar á árinu 2017 lækkuðu um 150 m.kr. á milli ára og voru rúmur 1.5 ma.kr.Laun og launatengd gjöld námu samtals 515 milljónum og stóðu nánast í stað á milli ára. 117 starfsmenn voru á launaskrá sem var óbreytt frá fyrra ári. Stöðugildum fækkaði um tvö og voru 50 talsins.Annar rekstrarkostnaður tengdur húsnæði dróst saman og fór úr 316 m.kr. í 288 m.kr.Aðkeypt þjónusta lækkaði um 113 m.kr. á móti 151 m.kr. hækkun á árunum á undan.Annar rekstrarkostnaður lækkaði einnig á milli ára sem nemur 47 m.kr. og var 224 milljónir.Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæð um 56,6 m.kr. árið 2017, og er það í fyrsta sinn frá opnun hússins. Árið þar á undan var tapið 232 m.kr. og batnaði því EBITDA Hörpu um tæpar 289 m.kr.Afskriftir ársins nema 345 m.kr.Bókfært tap að fjárhæð 243,3 m.kr varð því af heildarstarfsemi samstæðunnar árið 2017 samanborið við 606,3 m.kr. tap árið 2016. Batnar afkoma samstæðunnar því um 363 m.kr. á milli ára.Eigið fé samstæðunnar var neikvætt um 47,5 milljónir króna í árslok 2017.Skuldir samstæðunnar stóðu í rúmum 20.2 ma. kr. í árslok. Þar af eru tæpir 19.5 ma. vegna langtímaskulda/skuldabréfs í tengslum við fjármögnun byggingar Hörpu.Handbært fé í árslok var 682 m.kr.. Til samanburðar hækkaði það á milli ára úr 159 mkr. árið 2016. Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, eigendur hússins, lögðu jafnframt til rúmlega tvöfalt hærri upphæð til reksturs Hörpu en árið áður. Framlagið nam 450 milljónum í fyrra samanborið við 191 milljón árið áður. Þrátt fyrir það virðist móta fyrir viðsnúningi í rekstri Hörpu ef marka má ársreikning hússins, sem lagður var fram á aðalfundi í gær. Þar kemur meðal annars fram að viðburðum í húsinu hafi fjölgað um 20 prósent á milli ára. Þeir hafi verið 1542 talsins á síðasta ári en 1284 árið 2016. Af þeim voru 1.052 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Einnig voru haldnar 469 ráðstefnur, fundir og veislur. Alls voru haldnir 450 viðburðir og leiðsagnir fyrir ferðamenn. Að sama skapi fjölgaði gestum Hörpu og voru þeir liðlega 2,3 milljónir í fyrra. Þeir höfðu verið 2 milljónir talsins árið áður. Þetta hafi orðið til þess að auka heildartekjur samstæðunnar á milli ára um rúmar 100 milljónir króna - þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi lækkað um 9 prósent. Á sama tíma lækkuðu rekstrargjöld hennar um 150 milljónir króna á milli ára.Þungir kostnaðarþættir Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, segir því í tilkynningu að hagræðingaraðgerðir sem stjórn hússins hefur ráðist í, ásamt öðrum umbótum í rekstri Hörpu, séu farnar að að skila árangri. „Þannig hefur framlegð af kjarnastarfsemi batnað og við munum vinna markvisst á sömu braut gagnvart rekstrinum í heild með samstilltu átaki starfsmanna og í góðu samstarfi við eigendur Hörpu sem eru ríki og Reykjavíkurborg. EBITDA batnar verulega og skiptir þar máli aukið framlag eigenda en reksturinn gengur einnig betur þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi heldur dregist saman, fasteignagjöld hækki 36 m.kr. á milli ára og þá almennu hækkun launakostnaðar sem öll fyrirtæki landsins finna vel fyrir,“ er haft eftir Svanhildi. „En fyrir heilbrigðari rekstrargrundvöll Hörpu til framtíðar þarf horfast í augu við gríðarlega þunga kostnaðarþætti sem snerta fasteignina, s.s. há fasteignagjöld og viðhald á þessari dýrmætu byggingu sem tekjur af útleigu og menningarstarfi geta aldrei mætt að fullu. Þetta viðfangsefni er í vinnslu í góðu samráði við eigendur,“ segir hún ennfremur.Helstu atriði og lykiltölur úr ársreikningi:Heildartekjur samstæðunnar árið 2017 voru rúmir 1.6 ma.kr. miðað við tæpa 1.5 ma.kr. árið 2016. Rekstrartekjur voru 1.161 m.kr., lækka um 9% og munar þar mestu um þrjá mjög stóra alþjóðlega viðburði árið 2016 auk umfangsmeiri eigin viðburða það ár.Framlag eigenda (íslenska ríkið og Reykjavíkurborg) til rekstrar vegna ársins 2017 var 450 m.kr. og hækkaði úr 191 m.kr. frá árinu áður en EBITDA Hörpu án framlaga eigenda hefur verið neikvæð um allt að 550 m.kr. frá upphafi, þar til nú.Rekstrargjöld samstæðunnar á árinu 2017 lækkuðu um 150 m.kr. á milli ára og voru rúmur 1.5 ma.kr.Laun og launatengd gjöld námu samtals 515 milljónum og stóðu nánast í stað á milli ára. 117 starfsmenn voru á launaskrá sem var óbreytt frá fyrra ári. Stöðugildum fækkaði um tvö og voru 50 talsins.Annar rekstrarkostnaður tengdur húsnæði dróst saman og fór úr 316 m.kr. í 288 m.kr.Aðkeypt þjónusta lækkaði um 113 m.kr. á móti 151 m.kr. hækkun á árunum á undan.Annar rekstrarkostnaður lækkaði einnig á milli ára sem nemur 47 m.kr. og var 224 milljónir.Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæð um 56,6 m.kr. árið 2017, og er það í fyrsta sinn frá opnun hússins. Árið þar á undan var tapið 232 m.kr. og batnaði því EBITDA Hörpu um tæpar 289 m.kr.Afskriftir ársins nema 345 m.kr.Bókfært tap að fjárhæð 243,3 m.kr varð því af heildarstarfsemi samstæðunnar árið 2017 samanborið við 606,3 m.kr. tap árið 2016. Batnar afkoma samstæðunnar því um 363 m.kr. á milli ára.Eigið fé samstæðunnar var neikvætt um 47,5 milljónir króna í árslok 2017.Skuldir samstæðunnar stóðu í rúmum 20.2 ma. kr. í árslok. Þar af eru tæpir 19.5 ma. vegna langtímaskulda/skuldabréfs í tengslum við fjármögnun byggingar Hörpu.Handbært fé í árslok var 682 m.kr.. Til samanburðar hækkaði það á milli ára úr 159 mkr. árið 2016.
Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00
Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00