Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. apríl 2018 08:00 Á Vogi er sérstök deild fyrir börn og ungmenni. Herbergið á myndinni er á deildinni. Vísir/ernir „Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
„Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22