Innlent

Ökumenn á Snæfellsnesi vari sig

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun líklega blása um Stykkishólm í dag, hið minnsta fram að hádegi.
Það mun líklega blása um Stykkishólm í dag, hið minnsta fram að hádegi. VÍSIR/STEFÁN
Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á Snæfellsnesi í dag og verður vindhraði á bilinu 18 til 23 m/s. Gul viðvörun er því í gildi fyrir Breiðafjörð og varir framyfir hádegi. Einnig mun rigna og segir Veðurstofan því að búast megi við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Þá ætlar Veðurstofan að það verði suðaustan 10 til 18 m/s sunnan- og suðvestantil á landinu í dag en hægari suðlæg átt á austanverðu landinu. Það muni lægja seint í kvöld og yfirleitt suðaustan 5 til 13 m/s á morgun. Rigning vestantil en úrkomulítið um landið austanvert en dregur úr úrkomu vestantil á morgun. Hiti 2 til 9 stig að deginum, en næturfrost í innsveitum norðaustantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning með köflum á vestanverðu landinu en víða hægviðri og þurrt austantil. Hiti 3 til 10 stig.

Á föstudag:

Vaxandi suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis, hvassast með suður og suðvesturströndinni. Rigning með köflum en léttskýjað norðan heiða. Hiti 3 til 9 stig yfir daginn.

Á laugardag og sunnudag:

Austan og suðaustan 5-13, hvassast með ströndinni sunnan og austantil. Rigning með köflum sunnan og vestanlands, samfelldari úrkoma á Suðausturlandi en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 9 stig.

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir suðaustan hvassvirðri eða storm með rigningu, talsverðri um landið suðaustanvert, en úrkomulítið norðanlands. Hlýnar í veðri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×