Innlent

Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Erlendir ferðamenn og fólksfjölgun hafa keyrt upp húsnæðisverð í Reykjavík.
Erlendir ferðamenn og fólksfjölgun hafa keyrt upp húsnæðisverð í Reykjavík. VÍSIR/ANDRI MARINÓ
Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest í fyrra. Ef marka má úttekt fasteignaráðgjafafyrirtækisins Knight Frank hækkaði fasteignaverð í Reykjavík um 16,6 prósent árið 2017. Aðeins þýska höfuðborgin Berlín og tyrkneska strandborgin Ímzír eru fyrir ofan Reykjavík á listanum.

Þýskar borgir eru nokkuð fyrirferðamiklar í úttektinni en alls eru fjórar borgir í Þýskalandi, fyrrnefnd Berlín ásamt Hamborg, München og Frankfurt, meðal efstu tíu fasteignamarkaðanna á listanum.

Fólksfjögun, hagstæð lánakjör og erlend fjárfesting eru sagðar skýra hina miklu verðhækkarnir í Þýskalandi og óttast margir bólumyndun á fasteignamarkaðnum þar í landi. Í Reykjavík hafa, meðal annars, nýbyggingafrostið eftir Hrun og erlendir ferðamenn keyrt upp fasteignaverð.

Topp 10 lista Knight Frank má sjá hér að neðan

  1. Berlin 20.5%
  2. İzmir 18.5%
  3. Reykjavik 16.6%
  4. Vancouver 16.0%
  5. Hong Kong 14.8%
  6. Budapest 15.5%
  7. Hamborg 14.1%
  8. München 13.8%
  9. Rotterdam 13.4%
  10. Frankfurt 13.4%



Fleiri fréttir

Sjá meira


×