Enski boltinn

Liverpool sló markamet Man United í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar og Roberto Firmino  kemur hlaupandi til hans.
Mohamed Salah fagnar og Roberto Firmino kemur hlaupandi til hans. Vísir/Getty
Liverpool fagnaði ekki aðeins frábærum sigri á Manchester City í gær heldur tók einnig markamet af hinu liðinu frá Manchester borg.

Liverpool liðið skoraði tvö mörk á Ethiad leikvanginum í gærkvöldi og þar með fimm mörk samanlagt í tveimur leikjum á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Með þessum tveimur mörkum í gærkvöldi þá slá Liverpool liðið enska metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni.





Liverpool sló í gær met erkifjenda sinna í Manchester United frá tímabilinu 2002 til 2003.

Manchester United fór í átta liða úrslitin það tímabil en datt út á móti Real Madrid þrátt fyrir að vinna seinni leikinn 4-3 og skora fimm mörk samanlagt í leikjunum tveimur.

Manchester United skoraði sextán mörk í riðlakeppninni 2002-03, ellefu mörk í milliriðlinum og svo fimm mörk í átta liða úrslitunum. Markahæsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni þetta tímabil var Ruud van Nistelrooy með tólf mörk.

Mörk Liverpool í gær skoruðu þeir Mohamed Salah og Roberto Firmino en þeir voru báðir að skora sitt áttunda mark í Meistaradeildinni í vetur sem er nýtt félagsmet hjá Liverpool.







Liverpool skoraði 23 mörk í 6 leikjum í riðlakeppninni eða 3,8 mörk að meðaltali í leik.

Liverpool hefur síðan fylgt því eftir með því að skora 10 mörk í 4 leikjum í útsláttarkeppninni sem gera 2,5 mörk að meðaltali í leik.

Liverpool-liðið vann Porto 5-0 samanlagt í sextán liða úrslitunum og svo Manchester City 5-1 samanlagt í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×