Erlent

Óttast um afdrif 200 farþega eftir flugslys

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vegfarandi birti þessa mynd af vettvangi slyssins í morgun.
Vegfarandi birti þessa mynd af vettvangi slyssins í morgun. Twitter
Samkvæmt ríkisútvarpsmiðli Alsír eru fleiri en 100 látnir eftir að herflugvél hrapaði nærri herstöðinni í Boufarik í Alsír í morgun.

Flugvélin, sem er af gerðinni Il-76, var á leið til Bechar í suðvesturhluta Alsír þegar hún hrapaði, en ástæður slyssins liggja ekki fyrir.

Rúmlega 200 manns voru í vélinni og fáir eru taldir hafa komist lífs af. Flestir um borð voru hermenn.

Sjónvarpsmyndir sýna á annan tug sjúkrabíla á vettvangi slyssins sem reyna að flytja tugi farþega á sjúkrahús í nágrenninu.

Flugvélin hafði tekið á loft á herflugvelli skammt frá höfuðborginni Algeirsborg.

Mannskæð flugslys eru nokkuð tíð í Alsír en aðeins 4 ár eru síðan að herflugvél hrapaði í landinu með þeim afleiðingum að 77 biðu bana.

Fréttin var uppfærð 09:28




Fleiri fréttir

Sjá meira


×