350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 RÚV samdi um annað meiðyrðamál utan dómstóla árið 2009 vegna fréttar frá árinu 2008. Sáttin kostaði 350 þúsund krónur. Vísir/ernir Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00