Endurbætur á Þingvallavegi tefjast eftir kröfu um umhverfismat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2018 13:54 Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. vísir/anton brink Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira