Ramsey og Welbeck komu Arsenal til bjargar Anton Ingi Leifsson skrifar 12. apríl 2018 21:00 Welbeck fagnar mikilvægu marki sínu í kvöld. vísir/afp Arsenal komst í hann krappann gegn CSKA Moskvu í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Arsenal náði jafntefli í kvöld 2-2. Samanlagt fer Arsenal áfram 6-3. Fedor Chalov kom CSKA yfir á 39. mínútu og heimamenn í Moskva leiddu 1-0 í hálfleik. Það var svo Kirill Nababkin sem tvöfaldaði forystuna á 50. mínútu. CSKA þurfti því bara eitt mark til þess að skjóta Arsenal úr keppni en mark frá Danny Welbeck stundarfjórðungi fyrir leikslok og Aaron Ramsey í uppbótartíma gerði út um þetta fyrir Arsenal. Lokaniðurstaðan 2-2 í Moskvu og samanlagt fer Arsenal áfram 6-3 en ásamt Arsenal er Atletico Madrid, Salzburg og Marseille komið áfram. Evrópudeild UEFA
Arsenal komst í hann krappann gegn CSKA Moskvu í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Arsenal náði jafntefli í kvöld 2-2. Samanlagt fer Arsenal áfram 6-3. Fedor Chalov kom CSKA yfir á 39. mínútu og heimamenn í Moskva leiddu 1-0 í hálfleik. Það var svo Kirill Nababkin sem tvöfaldaði forystuna á 50. mínútu. CSKA þurfti því bara eitt mark til þess að skjóta Arsenal úr keppni en mark frá Danny Welbeck stundarfjórðungi fyrir leikslok og Aaron Ramsey í uppbótartíma gerði út um þetta fyrir Arsenal. Lokaniðurstaðan 2-2 í Moskvu og samanlagt fer Arsenal áfram 6-3 en ásamt Arsenal er Atletico Madrid, Salzburg og Marseille komið áfram.