Óþolandi að þurfa að búast við „holskeflu af ofbeldishótunum“ í starfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. apríl 2018 13:30 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent