Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 99-82 | Valur í úrslit og Íslandsmeistararnir í sumarfrí Þór Símon Hafþórsson skrifar 13. apríl 2018 23:00 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir berjast um frákast. Vísir/Andri Marinó Valur og Keflavík mættust á Hlíðarenda í kvöld í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna í körfubolta. Valur leiddi 2-1 fyrir leik í einvíginu og tryggði svo í kvöld sæti sitt í úrslita einvíginu fyrir Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri, 99-82. Valur byrjaði leikinn frábærlega og náði 15-2 forystu. Keflavík kom þá til baka og hefði getað jafnað í 18-18 en Brittanny Dinkins brást bogalistin. Það hefði hún betur ekki átt að gera því Valur setti fimm þrista í röð og skyndilega var staðan orðin 33-16. Valur var svo með fast tak á leiknum framan af í öðrum leikhluta og virtist einvígið hreinlega vera búið er staðan var orðin 41-25. En eins og verður morgunljóst í lok þessarar umfjöllun þá var þetta mjög kaflaskiptur leikur. Í stað þess að fara með örugga forystu í hlé glutraði Valur niður forystunni og staðan í hálfleik, 54-47. Keflavík náði svo ekki að komast yfir fyrr en fyrst er fimm mínútur voru eftir, 73-74.. Ef það fór um einhverja Valsmenn á þeim tímapunkti þá var það ekki langlíft því Valsmenn hrukku í gang og er það gall í loka flautunni var staðan 99-82. Sigur Vals staðreynd sem mætir Haukum í úrslitaeinvíginu. Afhverju vann Valur? Valur byrjaði og endaði leikinn eins og sannkallað meistaralið. Þar sem kom þar á milli var ekki glæsilegt en það er önnur saga. Staðreyndin er sú að í 1. leikhluta og á lokamínútum 4. leikhluta spilaði liðið nógu vel til að vinna þennan stórsigur. 99-82 gefur ekki rétta mynd af leik liðanna í 2. og 3. leikhluta en er fullkomlega eðlileg lokastaða miðað við 1. og 4. leikhluta. 33-16 eftir 1. leikhluta og 26-9 á síðustu fimm mínútum leiksins skilaði þessu. Það verður spennandi að sjá Val í úrslita einvíginu. Hverjar stóðu upp úr? Dagbjört Dögg gjörsamlega skellti í lás fyrir Val á lokamínútunum og stöðvaði hina mögnuðu Brittanny Dinkins á lokamínútunum. Brittanny Dinkins var frábær en hún virkaði á köflum eins og eina vopn Keflavíks í sókninni. Það hreinlega gerðist ekkert nema hún var í miðjunni á því en hún skoraði 35 stig og var með 10 stoðsendingar. Aaliyah Whiteside stóð fyrir sínu að venju fyrir Val og skoraði 26 stig og Elín Sóley á stórt hrós skilið fyrir að skora 18 stig og eiga 12 stoðsendingar. Geri aðrir betur. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin er eitthvað sem ég verð að taka fyrir. Valur hitti úr 9 af 21 en Valur 7 af 35. Vissulega er einungis um að ræða 6 stiga mun þarna en tilraunirnar voru svo margar hjá Keflvíkingum að mig sveið í augun. Það skiptir miklu máli að velja stað og stund til að reyna þristana. Valur er greinilega búið að læra það betur en Keflavík. Allavega ef eitthvað er að marka þennan leik og þetta einvígi í heild sinni. Hvað gerist næst? Keflavík er komið í sumarfrí en Valur mætir Haukum í hörku úrslitaeinvígi. Þetta verður veisla! Sverrir Þór: Ég er virkilega stoltur af mínu liði Sverrir Þór, þjálfari Keflavíkur, segir að byrjun hans liðs á leiknum hafi alls ekki verið nógu góð eftir tap liðsins gegn Val í kvöld, 99-82. „Við spiluðum skelfilega vörn. Vorum alltof langt frá mönnunum og gáfum þeim galopin skot og því miður þá skutu þær mjög vel,“ sagði Sverrir og vísaði svo sem dæmi í fimm þristana sem Valur skoraði í röð á lokamínútum 1. leikhluta. Staðan eftir 1. leikhluta var 33-16, Val í vil, og ljóst að Keflavík kæmi til með að elta í langan tíma. Þær komust svo á endanum yfir um miðan 4. leikhluta. „Við jöfnum okkur svo á því og komust yfir þegar einungis fimm mínútur eru eftir. Þá eru öll skot og fráköst dýrmæt og við byrjuðum að missa boltann klaufalega,“ sagði Sverrir en síðustu fimm mínúturnar voru ekki eftir áætlun Keflavíkur er Valur sigldi framúr liðinu. Síðustu fimm mínútur enduðu 26-9, Val í vil. „Valur er frábært lið. Ég vil hrósa þeim fyrir virkilega flotta frammistöðu og Darri er mjög efnilegur þjálfari sem er að gera flotta hluti. Það verður gaman að fylgjast með Val í úrslitunum,“ sagði Sverrir en mótherji hans, Darri Freyr Atlason verður einungis 24 ára í júní næstkomandi og er á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er virkilega stoltur af liðinu mínu. Höfum unnið síðustu þrjá stóra titla í röð. Vorum hársbreidd frá því að vera deildarmeistarar þrátt fyrir mikil meiðsli í hópnum. Missum mikla stólpa í liðinu frá okkur þannig við getum borið höfuðið hátt,“ sagði Sverrir sem mun þjálfa karlalið Keflavíkur á næsta tímabili.Darri Freyr: Verður gaman að takast á við Hauka „Mér leið ekkert eins og við værum að fara að tapa. Maður vissi að þetta gat farið á báða vegu. Við gerðum vel á síðustu fimm mínútunum til að klára þetta en þessar tölur gefa ekki rétta mynd af leiknum,“ sagði Darri Freyr, þjálfari Vals eftir, 99-82, sigur á liði Keflavíkur í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna í körfubolta. Valur byrjaði leikinn frábærlega og var í 33-16 forystu eftir 1. leikhluta. Keflavík komst svo í forystu þegar einungis fimm mínútur voru eftir af leiknum. Valur kláraði svo síðustu mínútunar með fyrsta flokks spilamennsku og öruggur sigur lokaniðurstaðan. „Þetta vill oft verða að þegar þú nærð svona stórri forystu í upphafi leiks er erfitt að halda henni. Mér fannst við gera vel í að loka á áhlaup Keflavíkur. Við komum í veg fyrir 18-2 rugl sem við lentum í síðasta leik,“ sagði Darri og vísaði þar í kafla hjá Keflavík þar sem þær skoruðu 18 stig í röð gegn einungis tveimur stigum Vals. Framundan er úrslitarimma gegn Haukum og segir Darri leikinn leggjast vel í sig. „Þetta er síðasta verkefni okkar á tímabilinu. Fólk hefur verið duglegt að segja okkur hvað þær eru ótrúlega góðar. Það verður gaman að takast á við þær.“ Einn af lyklunum af sigrinum í kvöld var klárlega lokamínúturnar í 1. leikhluta er Valur skoraði ótrúlegar fimm þriggja stiga körfur í röð. „Það hjálpaði klárlega að vinna leikinn í dag. Stundum fer þetta upp úr og stundum fer þetta niður,“ sagði Darri sem er kominn í úrslitaeinvígið á sínu fyrsta ári sem þjálfari.Erna: Ekki ætlunin að fara í sumarfrí svona snemma „Einbeitingin var ekki til staðar. Við vorum bara að spila mjög illa en við komum svo ágætlega til baka. En það er bara mjög erfitt að vera að elta allan leikinn,“ sagði Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, um erfiða byrjun liðsins í kvöld. Með tapinu er ljóst að Keflavík er komið í snembúið sumarfrí sem hlýtur að teljast vonbrigði fyrir ríkjandi Íslandsmeistarana. „Það var ekki ætlunin en við verðum að taka því,“ sagði Erna.Guðbjörg: Ég hafði engar áhyggjur „Við byrjum betur en þær komu sterkar til baka og komust yfir þannig lokastaðan gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður og fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld á Keflavík. Keflavík elti allan leikinn en þegar einungis fimm mínútur voru eftir komst liðið í forystu í fyrsta sinn í leiknum. En fór þá ekki um stelpurnar í Val? „Ég hafði engar áhyggjur. Liðin eru búin að skiptast á áhlaupum í einvíginu. Þær skora 10 stig, við skorum 10 stig. Þannig ég hafði alla trú á að við myndum taka þetta.“ Hún segir kominn tími á Íslandsmeistaratitli hjá kvennaliðinu í körfunni en Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu. „Maður hefur labbað framhjá hinum margumtalaða vegg í Valsheimilinu sem er ekki með neitt frá kvennakörfunni þannig það er löngu kominn tími á að bæta úr því.“ Dominos-deild kvenna
Valur og Keflavík mættust á Hlíðarenda í kvöld í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna í körfubolta. Valur leiddi 2-1 fyrir leik í einvíginu og tryggði svo í kvöld sæti sitt í úrslita einvíginu fyrir Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri, 99-82. Valur byrjaði leikinn frábærlega og náði 15-2 forystu. Keflavík kom þá til baka og hefði getað jafnað í 18-18 en Brittanny Dinkins brást bogalistin. Það hefði hún betur ekki átt að gera því Valur setti fimm þrista í röð og skyndilega var staðan orðin 33-16. Valur var svo með fast tak á leiknum framan af í öðrum leikhluta og virtist einvígið hreinlega vera búið er staðan var orðin 41-25. En eins og verður morgunljóst í lok þessarar umfjöllun þá var þetta mjög kaflaskiptur leikur. Í stað þess að fara með örugga forystu í hlé glutraði Valur niður forystunni og staðan í hálfleik, 54-47. Keflavík náði svo ekki að komast yfir fyrr en fyrst er fimm mínútur voru eftir, 73-74.. Ef það fór um einhverja Valsmenn á þeim tímapunkti þá var það ekki langlíft því Valsmenn hrukku í gang og er það gall í loka flautunni var staðan 99-82. Sigur Vals staðreynd sem mætir Haukum í úrslitaeinvíginu. Afhverju vann Valur? Valur byrjaði og endaði leikinn eins og sannkallað meistaralið. Þar sem kom þar á milli var ekki glæsilegt en það er önnur saga. Staðreyndin er sú að í 1. leikhluta og á lokamínútum 4. leikhluta spilaði liðið nógu vel til að vinna þennan stórsigur. 99-82 gefur ekki rétta mynd af leik liðanna í 2. og 3. leikhluta en er fullkomlega eðlileg lokastaða miðað við 1. og 4. leikhluta. 33-16 eftir 1. leikhluta og 26-9 á síðustu fimm mínútum leiksins skilaði þessu. Það verður spennandi að sjá Val í úrslita einvíginu. Hverjar stóðu upp úr? Dagbjört Dögg gjörsamlega skellti í lás fyrir Val á lokamínútunum og stöðvaði hina mögnuðu Brittanny Dinkins á lokamínútunum. Brittanny Dinkins var frábær en hún virkaði á köflum eins og eina vopn Keflavíks í sókninni. Það hreinlega gerðist ekkert nema hún var í miðjunni á því en hún skoraði 35 stig og var með 10 stoðsendingar. Aaliyah Whiteside stóð fyrir sínu að venju fyrir Val og skoraði 26 stig og Elín Sóley á stórt hrós skilið fyrir að skora 18 stig og eiga 12 stoðsendingar. Geri aðrir betur. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin er eitthvað sem ég verð að taka fyrir. Valur hitti úr 9 af 21 en Valur 7 af 35. Vissulega er einungis um að ræða 6 stiga mun þarna en tilraunirnar voru svo margar hjá Keflvíkingum að mig sveið í augun. Það skiptir miklu máli að velja stað og stund til að reyna þristana. Valur er greinilega búið að læra það betur en Keflavík. Allavega ef eitthvað er að marka þennan leik og þetta einvígi í heild sinni. Hvað gerist næst? Keflavík er komið í sumarfrí en Valur mætir Haukum í hörku úrslitaeinvígi. Þetta verður veisla! Sverrir Þór: Ég er virkilega stoltur af mínu liði Sverrir Þór, þjálfari Keflavíkur, segir að byrjun hans liðs á leiknum hafi alls ekki verið nógu góð eftir tap liðsins gegn Val í kvöld, 99-82. „Við spiluðum skelfilega vörn. Vorum alltof langt frá mönnunum og gáfum þeim galopin skot og því miður þá skutu þær mjög vel,“ sagði Sverrir og vísaði svo sem dæmi í fimm þristana sem Valur skoraði í röð á lokamínútum 1. leikhluta. Staðan eftir 1. leikhluta var 33-16, Val í vil, og ljóst að Keflavík kæmi til með að elta í langan tíma. Þær komust svo á endanum yfir um miðan 4. leikhluta. „Við jöfnum okkur svo á því og komust yfir þegar einungis fimm mínútur eru eftir. Þá eru öll skot og fráköst dýrmæt og við byrjuðum að missa boltann klaufalega,“ sagði Sverrir en síðustu fimm mínúturnar voru ekki eftir áætlun Keflavíkur er Valur sigldi framúr liðinu. Síðustu fimm mínútur enduðu 26-9, Val í vil. „Valur er frábært lið. Ég vil hrósa þeim fyrir virkilega flotta frammistöðu og Darri er mjög efnilegur þjálfari sem er að gera flotta hluti. Það verður gaman að fylgjast með Val í úrslitunum,“ sagði Sverrir en mótherji hans, Darri Freyr Atlason verður einungis 24 ára í júní næstkomandi og er á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er virkilega stoltur af liðinu mínu. Höfum unnið síðustu þrjá stóra titla í röð. Vorum hársbreidd frá því að vera deildarmeistarar þrátt fyrir mikil meiðsli í hópnum. Missum mikla stólpa í liðinu frá okkur þannig við getum borið höfuðið hátt,“ sagði Sverrir sem mun þjálfa karlalið Keflavíkur á næsta tímabili.Darri Freyr: Verður gaman að takast á við Hauka „Mér leið ekkert eins og við værum að fara að tapa. Maður vissi að þetta gat farið á báða vegu. Við gerðum vel á síðustu fimm mínútunum til að klára þetta en þessar tölur gefa ekki rétta mynd af leiknum,“ sagði Darri Freyr, þjálfari Vals eftir, 99-82, sigur á liði Keflavíkur í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna í körfubolta. Valur byrjaði leikinn frábærlega og var í 33-16 forystu eftir 1. leikhluta. Keflavík komst svo í forystu þegar einungis fimm mínútur voru eftir af leiknum. Valur kláraði svo síðustu mínútunar með fyrsta flokks spilamennsku og öruggur sigur lokaniðurstaðan. „Þetta vill oft verða að þegar þú nærð svona stórri forystu í upphafi leiks er erfitt að halda henni. Mér fannst við gera vel í að loka á áhlaup Keflavíkur. Við komum í veg fyrir 18-2 rugl sem við lentum í síðasta leik,“ sagði Darri og vísaði þar í kafla hjá Keflavík þar sem þær skoruðu 18 stig í röð gegn einungis tveimur stigum Vals. Framundan er úrslitarimma gegn Haukum og segir Darri leikinn leggjast vel í sig. „Þetta er síðasta verkefni okkar á tímabilinu. Fólk hefur verið duglegt að segja okkur hvað þær eru ótrúlega góðar. Það verður gaman að takast á við þær.“ Einn af lyklunum af sigrinum í kvöld var klárlega lokamínúturnar í 1. leikhluta er Valur skoraði ótrúlegar fimm þriggja stiga körfur í röð. „Það hjálpaði klárlega að vinna leikinn í dag. Stundum fer þetta upp úr og stundum fer þetta niður,“ sagði Darri sem er kominn í úrslitaeinvígið á sínu fyrsta ári sem þjálfari.Erna: Ekki ætlunin að fara í sumarfrí svona snemma „Einbeitingin var ekki til staðar. Við vorum bara að spila mjög illa en við komum svo ágætlega til baka. En það er bara mjög erfitt að vera að elta allan leikinn,“ sagði Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, um erfiða byrjun liðsins í kvöld. Með tapinu er ljóst að Keflavík er komið í snembúið sumarfrí sem hlýtur að teljast vonbrigði fyrir ríkjandi Íslandsmeistarana. „Það var ekki ætlunin en við verðum að taka því,“ sagði Erna.Guðbjörg: Ég hafði engar áhyggjur „Við byrjum betur en þær komu sterkar til baka og komust yfir þannig lokastaðan gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður og fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld á Keflavík. Keflavík elti allan leikinn en þegar einungis fimm mínútur voru eftir komst liðið í forystu í fyrsta sinn í leiknum. En fór þá ekki um stelpurnar í Val? „Ég hafði engar áhyggjur. Liðin eru búin að skiptast á áhlaupum í einvíginu. Þær skora 10 stig, við skorum 10 stig. Þannig ég hafði alla trú á að við myndum taka þetta.“ Hún segir kominn tími á Íslandsmeistaratitli hjá kvennaliðinu í körfunni en Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu. „Maður hefur labbað framhjá hinum margumtalaða vegg í Valsheimilinu sem er ekki með neitt frá kvennakörfunni þannig það er löngu kominn tími á að bæta úr því.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“