Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton Bragi Þórðarson skrifar 13. apríl 2018 15:15 Lewis Hamilton í brautinni í Kína. Vísir/Getty Sebastian Vettel hjá Ferrari hefur nú unnið fyrstu tvær keppnirnar í Formúlu 1 er mótaröðin fer yfir til Kína frá eyðimörkinni í Barein. Það þarf að fara aftur til ársins 1982 til að finna ökumann sem varð ekki heimsmeistari eftir að hafa unnið fyrstu tvær keppnir ársins. „Það voru mun færri keppnir á þeim tíma,“ sagði Vettel brosandi er hann var spurður út í þessa staðreynd efir síðustu keppni. Með þessum árangri er Ferrari-ökuþórinn nú þegar kominn með 17 stiga forskot á aðalkeppinaut sinn, ríkjandi heimsmeistarann Lewis Hamilton hjá Mercedes. Því er öll pressan á Hamilton um helgina en Mercedes liðið hefur yfirleitt staðið sig mjög vel á Sjanghæ-brautinni í Kína. Hamilton á einnig flesta sigra á brautinni sem var tekin í notkun árið 2004. Brautin er tæknilega krefjandi fyrir ökumenn og fyrsta beygjan er ein sú erfiðasta í mótinu - löng hægri beygja sem kreppist meira og meira. Þó að Ferrari hafi haft betur gegn Mercedes í fyrstu tveimur keppnum ársins er ljóst að hraði þessara liða er áþekkur. Búist var við því fyrir tímabilið að Red Bull myndu vera í þessum slag og á liðið enn möguleika á því þrátt fyrir hræðilega byrjun á tímabilinu. Eins og alltaf í þessari íþrótt er nær ómögulegt að spá fyrir um hvernig baráttan um miðjan pakkan verður. Þar hafa Haas, Renault og McLaren verið þau lið sem eru hvað líklegust til að ná árangri en frábær úrslit Toro Rosso í Barein gætu þýtt að ítalska liðið er komið til að vera í þessum slag. Hvað gerðist í fyrra?Sebastian Vettel.Vísir/GettyKínverski kappaksturinn í fyrra var gríðarlega skemmtilegur í erfiðum aðstæðum. Lewis Hamilton náði sínum fimmta sigri á brautinni og Vettel varð annar. Max Verstappen sýndi hæfileika sýna í rigningu með frábærum akstri frá 16. sæti upp í það þriðja fyrir Red Bull. Helgin var þó ekki jafn góð fyrir Sauber liðið þar sem Antonio Giovinazzi klessti tvívegis á sama steypuvegginn á ráskaflanum. Það má þó ekki búast við rigningu í kappakstrinum um helgina þó að það gætu komið nokkrir dropar í tímatökum á laugardaginn. Á æfingum fyrir Sjanghæ kappaksturinn er það Mercedes sem hafa haft yfirhöndina gegn Ferrari en það munar þó bara einum tíunda úr sekúndu á liðunum. Red Bull náði góðum árangri á þessum fyrstu æfingum og gæti vel verið að ökumenn liðsins, Daniel Ricciardo og Max Verstappen munu blanda sér í slaginn um fyrsta sætið. Keppnin verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og hefst útsending á kappakstrinum kl. 05:40 á sunnudag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 05.50 í fyrramálið. Formúla Tengdar fréttir Eru Honda vélarnar loksins farnar að skila árangri? Toro Rosso náðu frábærum úrslitum í Barein kappakstrinum um helgina og var fjórða sæti Pierre Gasly besti árangur Honda frá því vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. 12. apríl 2018 06:30 Var næstum því búinn að missa höndina en snýr nú aftur í Formúlu 1 Pólverjinn Robert Kubica er kominn aftur í formúlu eitt eftir slysið hræðilega fyrir sjö árum. 12. apríl 2018 10:30 Hræðilegt myndband af fótbroti í formúlu eitt og það er ekki fyrir viðkvæma Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. 9. apríl 2018 12:30 Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. 8. apríl 2018 16:53 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Ferrari hefur nú unnið fyrstu tvær keppnirnar í Formúlu 1 er mótaröðin fer yfir til Kína frá eyðimörkinni í Barein. Það þarf að fara aftur til ársins 1982 til að finna ökumann sem varð ekki heimsmeistari eftir að hafa unnið fyrstu tvær keppnir ársins. „Það voru mun færri keppnir á þeim tíma,“ sagði Vettel brosandi er hann var spurður út í þessa staðreynd efir síðustu keppni. Með þessum árangri er Ferrari-ökuþórinn nú þegar kominn með 17 stiga forskot á aðalkeppinaut sinn, ríkjandi heimsmeistarann Lewis Hamilton hjá Mercedes. Því er öll pressan á Hamilton um helgina en Mercedes liðið hefur yfirleitt staðið sig mjög vel á Sjanghæ-brautinni í Kína. Hamilton á einnig flesta sigra á brautinni sem var tekin í notkun árið 2004. Brautin er tæknilega krefjandi fyrir ökumenn og fyrsta beygjan er ein sú erfiðasta í mótinu - löng hægri beygja sem kreppist meira og meira. Þó að Ferrari hafi haft betur gegn Mercedes í fyrstu tveimur keppnum ársins er ljóst að hraði þessara liða er áþekkur. Búist var við því fyrir tímabilið að Red Bull myndu vera í þessum slag og á liðið enn möguleika á því þrátt fyrir hræðilega byrjun á tímabilinu. Eins og alltaf í þessari íþrótt er nær ómögulegt að spá fyrir um hvernig baráttan um miðjan pakkan verður. Þar hafa Haas, Renault og McLaren verið þau lið sem eru hvað líklegust til að ná árangri en frábær úrslit Toro Rosso í Barein gætu þýtt að ítalska liðið er komið til að vera í þessum slag. Hvað gerðist í fyrra?Sebastian Vettel.Vísir/GettyKínverski kappaksturinn í fyrra var gríðarlega skemmtilegur í erfiðum aðstæðum. Lewis Hamilton náði sínum fimmta sigri á brautinni og Vettel varð annar. Max Verstappen sýndi hæfileika sýna í rigningu með frábærum akstri frá 16. sæti upp í það þriðja fyrir Red Bull. Helgin var þó ekki jafn góð fyrir Sauber liðið þar sem Antonio Giovinazzi klessti tvívegis á sama steypuvegginn á ráskaflanum. Það má þó ekki búast við rigningu í kappakstrinum um helgina þó að það gætu komið nokkrir dropar í tímatökum á laugardaginn. Á æfingum fyrir Sjanghæ kappaksturinn er það Mercedes sem hafa haft yfirhöndina gegn Ferrari en það munar þó bara einum tíunda úr sekúndu á liðunum. Red Bull náði góðum árangri á þessum fyrstu æfingum og gæti vel verið að ökumenn liðsins, Daniel Ricciardo og Max Verstappen munu blanda sér í slaginn um fyrsta sætið. Keppnin verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og hefst útsending á kappakstrinum kl. 05:40 á sunnudag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 05.50 í fyrramálið.
Formúla Tengdar fréttir Eru Honda vélarnar loksins farnar að skila árangri? Toro Rosso náðu frábærum úrslitum í Barein kappakstrinum um helgina og var fjórða sæti Pierre Gasly besti árangur Honda frá því vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. 12. apríl 2018 06:30 Var næstum því búinn að missa höndina en snýr nú aftur í Formúlu 1 Pólverjinn Robert Kubica er kominn aftur í formúlu eitt eftir slysið hræðilega fyrir sjö árum. 12. apríl 2018 10:30 Hræðilegt myndband af fótbroti í formúlu eitt og það er ekki fyrir viðkvæma Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. 9. apríl 2018 12:30 Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. 8. apríl 2018 16:53 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Eru Honda vélarnar loksins farnar að skila árangri? Toro Rosso náðu frábærum úrslitum í Barein kappakstrinum um helgina og var fjórða sæti Pierre Gasly besti árangur Honda frá því vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. 12. apríl 2018 06:30
Var næstum því búinn að missa höndina en snýr nú aftur í Formúlu 1 Pólverjinn Robert Kubica er kominn aftur í formúlu eitt eftir slysið hræðilega fyrir sjö árum. 12. apríl 2018 10:30
Hræðilegt myndband af fótbroti í formúlu eitt og það er ekki fyrir viðkvæma Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. 9. apríl 2018 12:30
Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. 8. apríl 2018 16:53
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti