Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 08:36 Breska herþotur voru gerðar út frá Kýpur þegar þær fóru í sprengjuferðir inn í Sýrland í nótt. Vísir/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kallar loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hernaðarofbeldi. Hann segir Rússa munu krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fullyrti hann að efnavopnaárásin sem er ástæða loftárásanna hafi verið sett á svið og notuð sem yfirskin. Tilkynnt var um sameiginlegar loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi í nótt. Þær eru sagðar beinast að getu ríkisstjórnar Bashars al-Assad til að nota efnavopn aftur. Vestræn ríki saka Assad um að hafa staðið að efnavopnaárás á bæinn Douma þar sem tugir manna hafi fallið. Pútín brást ókvæða við árásunum. Hann segist fordæma þær á „alvarlegasta hátt“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar, sem styðja Assad-stjórnina hernaðarlega, hafa gefið ýmsar og misvísandi skýringar á efnavopnaárásinni. Í fyrstu drógu þeir í efa að hún hefði átt sér stað, síðar gerðu þeir að því skóna að einhverjir aðrir hefðu staðið að henni. Nú fullyrðir Pútín að vesturveldin hafi sett árásina á svið og notað hana sem átyllu til að ráðast á Sýrland. Þrátt fyrir efasemdir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, um lögmæti loftárásanna staðhæfir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að þær séu fyllilega löglegar. Á blaðamannafundi fullyrti hún að enginn annar en sýrlenska stjórnin gæti hafa staðið að efnavopnaárásinni. „Við vitum að sýrlenska stjórnin hefur viðbjóðslega sögu notkunar efnavopna gegn eigin fólki,“ sagði May og kallaði hernaðaraðgerðirnar bæði „réttmætar og löglegar“. Þær beindust að sýrlensku stjórninni en tilgangurinn væri ekki að vesturveldin blönduðu sér í borgarastríðið. „Þessar árásir snúast um að fæla frá villimannslegri notkun á efnavopnum í Sýrlandi og víðar,“ sagði May. Hvorki bandaríska né breska þingið hafði neina aðkomu að ákvörðuninni um loftárásirnar. May varði þá ákvörðun. Rétt hafi verið að grípa til aðgerða nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti stuðningi sínum við loftárásirnar í morgun. Sagði hún nær „nauðsynlegar og viðeigandi“ til að fæla Assad frá því að nota efnavopn aftur. Í sama streng hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekið.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07