„Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2018 23:30 Myndin er tekin í bænum Douma í útjaðri Damaskus í dag. Þann 7. apríl síðastliðinn varð Douma fyrir eiturvopnaárás, sem vesturveldin svöruðu fyrir með loftárásum í nótt. Vísir/AFP Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna. Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna.
Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21