Uppgjör eftir Kína: Hvað er að gerast hjá Mercedes? Bragi Þórðarson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Mercedes var í vandræðum. vísir/afp Daniel Ricciardo hjá Red Bull átti svo sannarlega viðburðaríka helgi nú þegar að þriðja umferðin í Formúlu 1 fór fram í Kína. Ástralinn stóð uppi sem sigurvegari í kappakstrinum eftir virkilega erfiða byrjun Red Bull á þessu tímabili. Það stefnir í bráðskemmtilegt tímabil í Formúlunni í ár, ljóst er að þrjú lið verði að berjast um fyrsta sætið en töluverðar efasemdir voru um getu Red Bull bílana í slagnum við Ferrari og Mercedes. Red Bull svöruðu í Kína með sigri eftir hræðilega keppni um síðustu helgi er báði bílar liðsins féllu úr leik eftir aðeins sex hringi. „Ég vinn alltaf skemmtilegar keppnir,” sagði Daniel Ricciardo eftir sigurinn, sem var hans sjötti á ferlinum. „Ég hef aldrei unnið bara með að hafa þurft að halda forskoti, ég þarf alltaf að berjast fyrir fyrsta sætinu.” Þetta voru orð að sönnu hjá Ástralanum þar sem allir sex sigrar hans hafa komið frá þriðja sæti á ráspól eða neðar. Helgin byrjaði ekki vel hjá Ricciardo, á þriðju æfingu bilaði túrbínan á Renault vélinni hans þegar aðeins tveir klukkutímar voru í tímatökurnar. Því þurftu Red Bull viðgerðamennirnir að skipta um alla vélina sem er verk sem á að taka um þrjár klukkustundir en á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim á klára verkið með aðeins tveir mínútur eftir af tímatökum. Daniel hafði þá aðeins eina tilraun til að komast upp í annað stig tímatökunnar sem honum tókst og endaði loks sjötti á ráspól.Þjónustuliðar Red Bull eiga hrós skilið eftir helgina.vísir/afpFrábær viðbrögð Red Bull liðsins Ricciardo hélt sjötta sætinu í byrjun kappakstursins og komst upp í það fimmta eftir fyrstu þjónustuhléin. Það var svo á 31. hring sem að báðir Toro Rosso bílarnir skullu saman með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá ákvað Red Bull að senda báða sýna bíla inn á þjónustusvæðið sem reyndist frábær ákvörðun. Nú voru Daniel Ricciardo og Max Verstappen í fjórða og sjötta sæti en á mýkri dekkjum en andstæðingar sýnir og fóru því mun hraðar eftir að öryggisbíllinn fór inn á hring 35. Verstappen gerði þá smávægileg mistök í tilraun sinni að taka fram úr Lewis Hamilton og var þá Daniel kominn upp í fjórða sætið. Ástralinn byrjaði þá að taka fram úr Mercedes og Ferrari bílunum einn af öðrum og á aðeins tíu hringjum fór hann frá sjötta sæti upp í það fyrsta. Daniel hefur alltaf verið talinn einn besti ökumaðurinn í framúrökstrum og sýndi það svo sannarlega í dag. Það var kominn tími á að Red Bull ökumaðurinn fengi lukkudísirnar með sér í lið því Ricciardo hefur dottið úr leik í fjórum af síðustu sex keppnum. Ekki fór jafn vel fyrir Max Verstappen en Hollendingurinn leit út fyrir að vera hraðari en Daniel um helgina. Það er þó ljóst að hinn tvítugi Verstappen skorti hæfileika þegar kemur að framúrökstrum þar sem hann klessti á fjórfalda heimsmeistarann Sebastian Vettel á 43. hring kínverska kappakstursins. Það varð til þess að Max fékk tíu sekúndna refsingu og endaði því keppnina í fimmta sæti, 20 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Red Bull sýndi það um helgina að Formúla 1 er liðsíþrótt og eiga þjónustuliðar liðsins mikið hrós skilið. Ekki nóg með að þeim tókst að skipta um vél í bíl Daniels á tveimur tímum heldur sýndu þjónustuliðar liðsins einnig snilli sýna í kappakstrinum þegar að báðir bílarnir voru kallaðir inn á sama tíma í tvígang.Vettel í eldlínunni í gær.vísir/afpÁtti að vera auðvelt fyrir Ferrari Ítalska liðið byrjaði tímabilið frábærlega og kom Sebastian Vettel til Kína með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær keppnirnar. Ökumenn liðsins náðu hröðustu tímum á öllum æfingum fyrir kínverska kappaksturinn sem og fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Það var þó annað upp á teningnum í kappakstrinum sjálfum en rétt eins og í Barein og Ástralíu leit út fyrir að Ferrari hafi bara ekki nægilegan hraða á sunnudögum. Vettel byrjaði keppnina á ráspól og jók forskot sitt jafnt og þétt í byrjun keppninnar. Þjóðverjinn setti þó gríðarlega pressu á liðsfélaga sinn, Kimi Raikkonen í fyrstu beygjunni með þeim afleiðingum að Finninn datt niður í fjórða sætið. Sebastian fór inn á þjónustusvæðið á hring 21, tveimur hringjum eftir að Mercedes ökumaðurinn Valtteri Bottas fór inn úr öðru sætinu. Á þessum tveimur hringjum keyrði Bottas listavel á nýju dekkjunum og hrifsaði því sætið af Vettel. Nú var það Raikkonen sem leiddi enda hafði Finninn ekki farið inn á þjónustusvæðið, þá ákvað Ferrari að nota heimsmeistarann sem einhverskonar vegartálma til að hindra fyrir Bottas í þeirri von að Vettel myndi komast fram úr. Það gekk ekki og eyðilagði Ferrari því keppnina fyrir Kimi að ástæðulausu því hann kom sjötti út á brautina eftir sitt fyrsta stopp enda var hann alltof lengi á sama dekkjagangi í byrjun kappakstursins. Sebastian Vettel var nú annar á eftir Bottas en átti engin svör við finnska ökumanninum. Fyrstu bílarnir höfðu ekki möguleika á að fara inn á þjónustusvæðið þegar að öryggisbíllinn kom út á brautina á 31. hring annað en Red Bull bílarnir. Það leit því út fyrir að bæði Max Verstappen og Daniel Ricciardo myndu taka fram úr bæði Ferrari og Mercedes bílunum en eins og áður segir þá reyndi Max glórulausan framúrakstur á Vettel á hring 43 með þeim afleyðingum að báðir bílarnir snérust. Í snúningnum spólaði Vettel upp afturdekkin sín sem þýddi að á síðustu hringjum kappakstursins var allt grip horfið og féll fjórfaldi heimsmeistarinn niður í áttunda sætið.Þessir tveir hafa ekki verið að ná sér á strik.vísir/afpHvað er í gangi hjá Mercedes? Í fyrsta skiptið síðan að nýju Hybrid-vélarnar voru teknar í gildi árið 2014 náði Mercedes ekki sigri þrjár keppnir í röð. Þetta var líka í fyrsta skiptið í sjö ár sem að liðið náði ekki ráspól í Kína. ,„Við vorum óheppnir með öryggisbílinn,” sagði Valtteri Bottas eftir keppnina en hann varð að sætta sig við annað sætið á eftir Ricciardo. Aðra keppnina í röð er Bottas á undan liðsfélaga sínum, ríkjandi heimsmeistaranum Lewis Hamilton, bæði í tímatökum og kappakstrinum. Það er því ljóst að Bretinn verður að auka hraðann ef hann ætlar að berjast um titilinn í ár en Lewis endaði keppnina í fjórða sætinu og minnkar þar með muninn í Vettel í mótinu. Nú eru aðeins níu stig milli þeirra tveggja og Valtteri Bottas er þriðji, fimm stigum á eftir Lewis. Í keppni bílasmiða er það nú Mercedes sem leiðir aðeins einu stigi á undan Ferrari. Rétt eins og í Barein eru það Renault og McLaren sem líta út fyrir að vera best þeirra liða sem eru að berjast í miðjunni. Torro Rosso náðu frábærum árangri um síðustu helgi en í Kína fór allt úrskeiðis er ökumenn liðsins klesstu á hvorn annan. Eftir tvær vikur fer fjórða umferðin í Formúlunni fram í Aserbaísjan er liðin færa sig úr Asíu yfir til Evrópu. Kappaksturinn í Baku í fyrra var einn sá allra skemmtilegasti á tímabilinu og verður því áhugavert að sjá hvernig fer eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Daniel Ricciardo hjá Red Bull átti svo sannarlega viðburðaríka helgi nú þegar að þriðja umferðin í Formúlu 1 fór fram í Kína. Ástralinn stóð uppi sem sigurvegari í kappakstrinum eftir virkilega erfiða byrjun Red Bull á þessu tímabili. Það stefnir í bráðskemmtilegt tímabil í Formúlunni í ár, ljóst er að þrjú lið verði að berjast um fyrsta sætið en töluverðar efasemdir voru um getu Red Bull bílana í slagnum við Ferrari og Mercedes. Red Bull svöruðu í Kína með sigri eftir hræðilega keppni um síðustu helgi er báði bílar liðsins féllu úr leik eftir aðeins sex hringi. „Ég vinn alltaf skemmtilegar keppnir,” sagði Daniel Ricciardo eftir sigurinn, sem var hans sjötti á ferlinum. „Ég hef aldrei unnið bara með að hafa þurft að halda forskoti, ég þarf alltaf að berjast fyrir fyrsta sætinu.” Þetta voru orð að sönnu hjá Ástralanum þar sem allir sex sigrar hans hafa komið frá þriðja sæti á ráspól eða neðar. Helgin byrjaði ekki vel hjá Ricciardo, á þriðju æfingu bilaði túrbínan á Renault vélinni hans þegar aðeins tveir klukkutímar voru í tímatökurnar. Því þurftu Red Bull viðgerðamennirnir að skipta um alla vélina sem er verk sem á að taka um þrjár klukkustundir en á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim á klára verkið með aðeins tveir mínútur eftir af tímatökum. Daniel hafði þá aðeins eina tilraun til að komast upp í annað stig tímatökunnar sem honum tókst og endaði loks sjötti á ráspól.Þjónustuliðar Red Bull eiga hrós skilið eftir helgina.vísir/afpFrábær viðbrögð Red Bull liðsins Ricciardo hélt sjötta sætinu í byrjun kappakstursins og komst upp í það fimmta eftir fyrstu þjónustuhléin. Það var svo á 31. hring sem að báðir Toro Rosso bílarnir skullu saman með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá ákvað Red Bull að senda báða sýna bíla inn á þjónustusvæðið sem reyndist frábær ákvörðun. Nú voru Daniel Ricciardo og Max Verstappen í fjórða og sjötta sæti en á mýkri dekkjum en andstæðingar sýnir og fóru því mun hraðar eftir að öryggisbíllinn fór inn á hring 35. Verstappen gerði þá smávægileg mistök í tilraun sinni að taka fram úr Lewis Hamilton og var þá Daniel kominn upp í fjórða sætið. Ástralinn byrjaði þá að taka fram úr Mercedes og Ferrari bílunum einn af öðrum og á aðeins tíu hringjum fór hann frá sjötta sæti upp í það fyrsta. Daniel hefur alltaf verið talinn einn besti ökumaðurinn í framúrökstrum og sýndi það svo sannarlega í dag. Það var kominn tími á að Red Bull ökumaðurinn fengi lukkudísirnar með sér í lið því Ricciardo hefur dottið úr leik í fjórum af síðustu sex keppnum. Ekki fór jafn vel fyrir Max Verstappen en Hollendingurinn leit út fyrir að vera hraðari en Daniel um helgina. Það er þó ljóst að hinn tvítugi Verstappen skorti hæfileika þegar kemur að framúrökstrum þar sem hann klessti á fjórfalda heimsmeistarann Sebastian Vettel á 43. hring kínverska kappakstursins. Það varð til þess að Max fékk tíu sekúndna refsingu og endaði því keppnina í fimmta sæti, 20 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Red Bull sýndi það um helgina að Formúla 1 er liðsíþrótt og eiga þjónustuliðar liðsins mikið hrós skilið. Ekki nóg með að þeim tókst að skipta um vél í bíl Daniels á tveimur tímum heldur sýndu þjónustuliðar liðsins einnig snilli sýna í kappakstrinum þegar að báðir bílarnir voru kallaðir inn á sama tíma í tvígang.Vettel í eldlínunni í gær.vísir/afpÁtti að vera auðvelt fyrir Ferrari Ítalska liðið byrjaði tímabilið frábærlega og kom Sebastian Vettel til Kína með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær keppnirnar. Ökumenn liðsins náðu hröðustu tímum á öllum æfingum fyrir kínverska kappaksturinn sem og fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Það var þó annað upp á teningnum í kappakstrinum sjálfum en rétt eins og í Barein og Ástralíu leit út fyrir að Ferrari hafi bara ekki nægilegan hraða á sunnudögum. Vettel byrjaði keppnina á ráspól og jók forskot sitt jafnt og þétt í byrjun keppninnar. Þjóðverjinn setti þó gríðarlega pressu á liðsfélaga sinn, Kimi Raikkonen í fyrstu beygjunni með þeim afleiðingum að Finninn datt niður í fjórða sætið. Sebastian fór inn á þjónustusvæðið á hring 21, tveimur hringjum eftir að Mercedes ökumaðurinn Valtteri Bottas fór inn úr öðru sætinu. Á þessum tveimur hringjum keyrði Bottas listavel á nýju dekkjunum og hrifsaði því sætið af Vettel. Nú var það Raikkonen sem leiddi enda hafði Finninn ekki farið inn á þjónustusvæðið, þá ákvað Ferrari að nota heimsmeistarann sem einhverskonar vegartálma til að hindra fyrir Bottas í þeirri von að Vettel myndi komast fram úr. Það gekk ekki og eyðilagði Ferrari því keppnina fyrir Kimi að ástæðulausu því hann kom sjötti út á brautina eftir sitt fyrsta stopp enda var hann alltof lengi á sama dekkjagangi í byrjun kappakstursins. Sebastian Vettel var nú annar á eftir Bottas en átti engin svör við finnska ökumanninum. Fyrstu bílarnir höfðu ekki möguleika á að fara inn á þjónustusvæðið þegar að öryggisbíllinn kom út á brautina á 31. hring annað en Red Bull bílarnir. Það leit því út fyrir að bæði Max Verstappen og Daniel Ricciardo myndu taka fram úr bæði Ferrari og Mercedes bílunum en eins og áður segir þá reyndi Max glórulausan framúrakstur á Vettel á hring 43 með þeim afleyðingum að báðir bílarnir snérust. Í snúningnum spólaði Vettel upp afturdekkin sín sem þýddi að á síðustu hringjum kappakstursins var allt grip horfið og féll fjórfaldi heimsmeistarinn niður í áttunda sætið.Þessir tveir hafa ekki verið að ná sér á strik.vísir/afpHvað er í gangi hjá Mercedes? Í fyrsta skiptið síðan að nýju Hybrid-vélarnar voru teknar í gildi árið 2014 náði Mercedes ekki sigri þrjár keppnir í röð. Þetta var líka í fyrsta skiptið í sjö ár sem að liðið náði ekki ráspól í Kína. ,„Við vorum óheppnir með öryggisbílinn,” sagði Valtteri Bottas eftir keppnina en hann varð að sætta sig við annað sætið á eftir Ricciardo. Aðra keppnina í röð er Bottas á undan liðsfélaga sínum, ríkjandi heimsmeistaranum Lewis Hamilton, bæði í tímatökum og kappakstrinum. Það er því ljóst að Bretinn verður að auka hraðann ef hann ætlar að berjast um titilinn í ár en Lewis endaði keppnina í fjórða sætinu og minnkar þar með muninn í Vettel í mótinu. Nú eru aðeins níu stig milli þeirra tveggja og Valtteri Bottas er þriðji, fimm stigum á eftir Lewis. Í keppni bílasmiða er það nú Mercedes sem leiðir aðeins einu stigi á undan Ferrari. Rétt eins og í Barein eru það Renault og McLaren sem líta út fyrir að vera best þeirra liða sem eru að berjast í miðjunni. Torro Rosso náðu frábærum árangri um síðustu helgi en í Kína fór allt úrskeiðis er ökumenn liðsins klesstu á hvorn annan. Eftir tvær vikur fer fjórða umferðin í Formúlunni fram í Aserbaísjan er liðin færa sig úr Asíu yfir til Evrópu. Kappaksturinn í Baku í fyrra var einn sá allra skemmtilegasti á tímabilinu og verður því áhugavert að sjá hvernig fer eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti