Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2018 19:00 Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór. Fiskeldi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór.
Fiskeldi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira