Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. apríl 2018 06:00 Skiptar skoðanir eru um hvernig skipulagðri skimun fyrir krabbameini skuli háttað hér á landi. Vísir/Getty Vonast er til að sérstakt skimunarráð muni skila tillögum sínum að framtíðarfyrirkomulagi stjórnunar og skipulags skimunar fyrir krabbameini á Íslandi í byrjun sumars. Hlutverk ráðsins er að koma með tillögur varðandi hvar í heilbrigðiskerfinu stjórnstöð skimunar eigi að vera til frambúðar og hvar sjálf skimunin fari fram. Skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að haga fyrirkomulagi skimunar á Íslandi, það er, hvort hún skuli vera á forræði félagasamtaka eins og Krabbameinsfélags Íslands, eða á vegum opinberra aðila. Í minnisblaði sem þáverandi landlæknir sendi velferðarráðuneytinu í desember 2016 kom fram að mikilvægt væri að greina á milli skimunar fyrir krabbameini og frjálsrar félagastarfsemi. Fáheyrt er í alþjóðlegu samhengi að frjálsum félagasamtökum sé falið að skipuleggja skimanir, stýra þeim og framkvæma. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vill Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki taka afstöðu til þess hvort eðlilegt sé að félagasamtök beri ábyrgð á skimunum. „Ráðherra telur eðlilegt að bíða niðurstöðu skimunarráðs áður en tekin er afstaða til þessarar spurningar,“ segir í svari ráðherra. Þegar rýnt er í ársskýrslur Krabbameinsfélags Íslands, sem sinnir skimun fyrir stjórnvöld á grundvelli þjónustusamnings við Sjúkratryggingar Íslands, blasir við að þátttaka í skimunum hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 2016 höfðu 55 prósent kvenna mætt á síðustu tveimur árum í skimun fyrir brjóstakrabbameini en æskileg þátttaka er yfir 75 prósent. 68 prósent mættu á síðustu þremur árum í skimun vegna krabbameins í leghálsi. Æskileg þátttaka í skimun fyrir krabbameini í leghálsi er yfir 85 prósent. Kristján Oddsson var yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins í fjögur ár. Hann hefur ekki farið leynt með gagnrýni sína á félagið og segir að betur megi standa að skimun hér á landi. „Þátttakan [í skimun] hefur farið minnkandi síðustu 25 ár og hefur á síðasta áratug ekki náð íslenskum viðmiðum. Afleiðingin er sú að konur bíða tjón á bæði lífi og heilsu,“ segir Kristján. „Að mínu mati er þetta grafalvarlegt mál.“Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján segir brýnt að færa umsjón og framkvæmd skimunar í hendur opinberra aðila. Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í krabbameinslækningum á Landspítalanum, tekur í sama streng: „Við eigum að fylgja því fordæmi sem sett hefur verið meðal annars í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þar sem krabbameinsfélögin eru ekki lengur í forsvari fyrir hvorki leitarstarfi né krabbameinsskráningu,“ segir hann en ítrekar engu að síður mikilvægi frumkvöðlastarfs Krabbameinsfélagsins á sínum tíma í skimunarmálum og rekstri krabbameinsskráarinnar. Helgi bendir einnig á að upplýsingar séu bjagaðar um gagnsemi skimana. „Það er of mikil áhersla á gagnsemi skimunar og of lítil áhersla á að kynna mögulega neikvæða þætti þeirra til dæmis við leit að brjóstakrabbameini.“ Helgi telur að skimunarstarfið og krabbameinsskrá hafi á sínum tíma verið lofsvert framtak hjá Krabbameinsfélaginu en slík verkefni séu í dag orðin of stór fyrir starfsemi félagsins, sem ætti frekar að leggja áherslu á forvarnir og einkum þó að styrkja stöðu og réttindi þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Krabbameinsskrá ætti einnig að vera í höndum stjórnvalda og helst innan vébanda Landspítalans, sem sinnir 90 prósentum af öllum tilfellum. Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir félagið vel í stakk búið til að standa að skimun. Þegar kemur að þátttöku í skimunum sé nú starfandi hópur innan félagsins þar sem verið er að kortleggja leiðir til að efla þátttöku. „Við fögnum því mjög að stjórnvöld taki aukna ábyrgð á skimun fyrir sjúkdómum, það gerist með því að heilbrigðisyfirvöld skipi þetta ráð,“ segir Halla. Varðandi framkvæmdina skipti mestu að kröfurnar séu vandlega skilgreindar og að framkvæmdaraðilar uppfylli þau skilyrði sem sett eru. „Og viðkomandi aðili þarf þá að uppfylla þau skilyrði. En ákvarðanir um fyrir hverju á að skima, hverja á að skima og hvenær, þær eiga auðvitað að vera hjá stjórnvöldum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Vonast er til að sérstakt skimunarráð muni skila tillögum sínum að framtíðarfyrirkomulagi stjórnunar og skipulags skimunar fyrir krabbameini á Íslandi í byrjun sumars. Hlutverk ráðsins er að koma með tillögur varðandi hvar í heilbrigðiskerfinu stjórnstöð skimunar eigi að vera til frambúðar og hvar sjálf skimunin fari fram. Skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að haga fyrirkomulagi skimunar á Íslandi, það er, hvort hún skuli vera á forræði félagasamtaka eins og Krabbameinsfélags Íslands, eða á vegum opinberra aðila. Í minnisblaði sem þáverandi landlæknir sendi velferðarráðuneytinu í desember 2016 kom fram að mikilvægt væri að greina á milli skimunar fyrir krabbameini og frjálsrar félagastarfsemi. Fáheyrt er í alþjóðlegu samhengi að frjálsum félagasamtökum sé falið að skipuleggja skimanir, stýra þeim og framkvæma. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vill Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki taka afstöðu til þess hvort eðlilegt sé að félagasamtök beri ábyrgð á skimunum. „Ráðherra telur eðlilegt að bíða niðurstöðu skimunarráðs áður en tekin er afstaða til þessarar spurningar,“ segir í svari ráðherra. Þegar rýnt er í ársskýrslur Krabbameinsfélags Íslands, sem sinnir skimun fyrir stjórnvöld á grundvelli þjónustusamnings við Sjúkratryggingar Íslands, blasir við að þátttaka í skimunum hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 2016 höfðu 55 prósent kvenna mætt á síðustu tveimur árum í skimun fyrir brjóstakrabbameini en æskileg þátttaka er yfir 75 prósent. 68 prósent mættu á síðustu þremur árum í skimun vegna krabbameins í leghálsi. Æskileg þátttaka í skimun fyrir krabbameini í leghálsi er yfir 85 prósent. Kristján Oddsson var yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins í fjögur ár. Hann hefur ekki farið leynt með gagnrýni sína á félagið og segir að betur megi standa að skimun hér á landi. „Þátttakan [í skimun] hefur farið minnkandi síðustu 25 ár og hefur á síðasta áratug ekki náð íslenskum viðmiðum. Afleiðingin er sú að konur bíða tjón á bæði lífi og heilsu,“ segir Kristján. „Að mínu mati er þetta grafalvarlegt mál.“Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján segir brýnt að færa umsjón og framkvæmd skimunar í hendur opinberra aðila. Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í krabbameinslækningum á Landspítalanum, tekur í sama streng: „Við eigum að fylgja því fordæmi sem sett hefur verið meðal annars í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þar sem krabbameinsfélögin eru ekki lengur í forsvari fyrir hvorki leitarstarfi né krabbameinsskráningu,“ segir hann en ítrekar engu að síður mikilvægi frumkvöðlastarfs Krabbameinsfélagsins á sínum tíma í skimunarmálum og rekstri krabbameinsskráarinnar. Helgi bendir einnig á að upplýsingar séu bjagaðar um gagnsemi skimana. „Það er of mikil áhersla á gagnsemi skimunar og of lítil áhersla á að kynna mögulega neikvæða þætti þeirra til dæmis við leit að brjóstakrabbameini.“ Helgi telur að skimunarstarfið og krabbameinsskrá hafi á sínum tíma verið lofsvert framtak hjá Krabbameinsfélaginu en slík verkefni séu í dag orðin of stór fyrir starfsemi félagsins, sem ætti frekar að leggja áherslu á forvarnir og einkum þó að styrkja stöðu og réttindi þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Krabbameinsskrá ætti einnig að vera í höndum stjórnvalda og helst innan vébanda Landspítalans, sem sinnir 90 prósentum af öllum tilfellum. Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir félagið vel í stakk búið til að standa að skimun. Þegar kemur að þátttöku í skimunum sé nú starfandi hópur innan félagsins þar sem verið er að kortleggja leiðir til að efla þátttöku. „Við fögnum því mjög að stjórnvöld taki aukna ábyrgð á skimun fyrir sjúkdómum, það gerist með því að heilbrigðisyfirvöld skipi þetta ráð,“ segir Halla. Varðandi framkvæmdina skipti mestu að kröfurnar séu vandlega skilgreindar og að framkvæmdaraðilar uppfylli þau skilyrði sem sett eru. „Og viðkomandi aðili þarf þá að uppfylla þau skilyrði. En ákvarðanir um fyrir hverju á að skima, hverja á að skima og hvenær, þær eiga auðvitað að vera hjá stjórnvöldum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira