Enginn listi til yfir blaðamenn sem vondir eru við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2018 16:28 Kosningastjóri Sigmundar Davíðs vísar því á bug að til sé listi yfir blaðamenn sem taldir eru honum sérlega andsnúnir. visir/ernir „Nei, þú ert því miður ekki á neinum lista hjá mér,“ segir Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Miðflokksins í samtali við blaðamann Vísis.Frá því var greint í fréttum af dómsmáli Viðars Garðarssonar á hendur Framsóknarflokknum vegna ógreiddra reikninga við gerð vefsíðna sem snérust um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hans ímynd, að Svanur Guðmundsson hafi verið ráðinn sérstaklega til að vinna ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn væru að skrifa hvað og hverjir væru Sigmundi Davíð hvað erfiðastir. Svanur segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og hann skilur reyndar ekkert hvernig á því stendur að þetta sem hann kallar algera vitleysu, hafi ratað í dómsskjöl. „Það er enginn listi til.“Orðsporsáhættugreining en enginn listiSvanur ræðir þetta nánar á Facebooksíðu sinni, þar sem hann gerir grín að öllu saman, segist þess vegna alveg getað heitið sérfræðingur í geimverum og blaðamönnum. Ef því er að skipta.Svanur hlær að öllu saman og segist enginn sérfræðingur í blaðamönnum.„Ég hef komið að nokkrum verkefnum með Viðari og þá einkum vegna áhuga míns á tölulegri greiningu og notkun á greiningarforritum,“ segir Svanur. Og heldur áfram. „Ég hef þannig stundum unnið við greiningu á umræðum og viðhorfum sem tengjast stjórnmálaumræðunni hverju sinni og reynt þannig að rýna í hvar áhugi kjósenda liggur. Það má segja að þetta sé frekar áhugamál en annað. Engin listi er notaður við þá vinnu, hvorki yfir einstaklinga eða fyrirtæki. Hef ég hins vegar verið að rýna í og læra á það sem mætti kalla orðsporsáhættugreiningu en það er stjórntæki sem er orðið viðurkennt og farið í auknum mæli að nota vegna tilkomu samfélagsmiðla.“Fáránlegt að flokka blaðamenn Svanur segir orðsporsgreiningu vera of flókna til að útskýra hvað í slíku felst, hann þyrfti helst að taka blaðamann á námskeið í því. „En, umræðan er ekkert bara hjá blaðamönnum, heldur almenningi. Hver einasti einstaklingur á samfélagsmiðlum er með sinn fjölmiðil. Ekkert er hægt að halda lista yfir það. Fáránlegt að halda það að það sé verið að flokka blaðamenn í einhverja flokka.Svanur veltir því fyrir sér hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að fá fólk til að starfa fyrir sig í framtíðinni, fyrst svo lítið mál er að koma sér hjá því að greiða reikninga.visir/ernirEinu flokkarnir eru stjórnmálaflokkar þar sem fólk flokkar sig sjálft. Já, og kannski íþróttafélög og hestamannafélög. En, ég hef ekkert meira um þetta að sega.“Orðsporsáhætta FramsóknarflokksinsSvanur bætir því þó við, í tengslum við umrætt dómsmál að honum þykir merkilegt að umræðan skuli snúast um það hvort menn erum með lista eða ekki. „Merkilegra er að formaður Framsóknarflokksins hafi getað vísað í skipulagsreglur og að samkvæmt þeim þurfi þeir ekki að borga þá reikninga sem kallað er eftir. Það þykir mér mjög undarlegt. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að reka kosningabaráttu þegar þetta liggur fyrir. Og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að fá fólk til vinnu. En, það er ekki mitt mál.“ Hann segir orðsporsáhættu Framsóknarflokksins vera þannig að vert sé að skoða hana. En, hann ætlar ekki að bjóða sig fram til til þess starfs. Dómsmál Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Nei, þú ert því miður ekki á neinum lista hjá mér,“ segir Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Miðflokksins í samtali við blaðamann Vísis.Frá því var greint í fréttum af dómsmáli Viðars Garðarssonar á hendur Framsóknarflokknum vegna ógreiddra reikninga við gerð vefsíðna sem snérust um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hans ímynd, að Svanur Guðmundsson hafi verið ráðinn sérstaklega til að vinna ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn væru að skrifa hvað og hverjir væru Sigmundi Davíð hvað erfiðastir. Svanur segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og hann skilur reyndar ekkert hvernig á því stendur að þetta sem hann kallar algera vitleysu, hafi ratað í dómsskjöl. „Það er enginn listi til.“Orðsporsáhættugreining en enginn listiSvanur ræðir þetta nánar á Facebooksíðu sinni, þar sem hann gerir grín að öllu saman, segist þess vegna alveg getað heitið sérfræðingur í geimverum og blaðamönnum. Ef því er að skipta.Svanur hlær að öllu saman og segist enginn sérfræðingur í blaðamönnum.„Ég hef komið að nokkrum verkefnum með Viðari og þá einkum vegna áhuga míns á tölulegri greiningu og notkun á greiningarforritum,“ segir Svanur. Og heldur áfram. „Ég hef þannig stundum unnið við greiningu á umræðum og viðhorfum sem tengjast stjórnmálaumræðunni hverju sinni og reynt þannig að rýna í hvar áhugi kjósenda liggur. Það má segja að þetta sé frekar áhugamál en annað. Engin listi er notaður við þá vinnu, hvorki yfir einstaklinga eða fyrirtæki. Hef ég hins vegar verið að rýna í og læra á það sem mætti kalla orðsporsáhættugreiningu en það er stjórntæki sem er orðið viðurkennt og farið í auknum mæli að nota vegna tilkomu samfélagsmiðla.“Fáránlegt að flokka blaðamenn Svanur segir orðsporsgreiningu vera of flókna til að útskýra hvað í slíku felst, hann þyrfti helst að taka blaðamann á námskeið í því. „En, umræðan er ekkert bara hjá blaðamönnum, heldur almenningi. Hver einasti einstaklingur á samfélagsmiðlum er með sinn fjölmiðil. Ekkert er hægt að halda lista yfir það. Fáránlegt að halda það að það sé verið að flokka blaðamenn í einhverja flokka.Svanur veltir því fyrir sér hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að fá fólk til að starfa fyrir sig í framtíðinni, fyrst svo lítið mál er að koma sér hjá því að greiða reikninga.visir/ernirEinu flokkarnir eru stjórnmálaflokkar þar sem fólk flokkar sig sjálft. Já, og kannski íþróttafélög og hestamannafélög. En, ég hef ekkert meira um þetta að sega.“Orðsporsáhætta FramsóknarflokksinsSvanur bætir því þó við, í tengslum við umrætt dómsmál að honum þykir merkilegt að umræðan skuli snúast um það hvort menn erum með lista eða ekki. „Merkilegra er að formaður Framsóknarflokksins hafi getað vísað í skipulagsreglur og að samkvæmt þeim þurfi þeir ekki að borga þá reikninga sem kallað er eftir. Það þykir mér mjög undarlegt. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að reka kosningabaráttu þegar þetta liggur fyrir. Og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að fá fólk til vinnu. En, það er ekki mitt mál.“ Hann segir orðsporsáhættu Framsóknarflokksins vera þannig að vert sé að skoða hana. En, hann ætlar ekki að bjóða sig fram til til þess starfs.
Dómsmál Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30