Erlent

Vélræn dýr njóta hylli á elliheimilum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa
Vélræn dýr njóta aukinnar hylli á heimilum fyrir fólk með ellihrörnun og alzheimer. Vélhundurinn Kexkaka (e.Biscuit) býr nú með íbúum á dvalarheimili fyrir aldraða á suður Englandi og vekur góðar minningar frá yngri árum íbúanna.

Gæludýr eru algengir gestir á dvalarheimilum þar sem þau þykja góð í að draga úr kvíða íbúa en þurfa þó á endanum að snúa til sinna heima. Kexkaka býr á Templeman House dvalarheimilinu og nýtur þar vinsælda en forstöðufólk heimilisins segir hundinn hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að hljóta félagslega örvun. Til að mynda heldur hinn 99 ára gamli Ron Graham mikið upp á Kexköku og rifjar upp þá gömlu tíma þegar hann tók hund sem hann átti á fluguveiðar.


Tengdar fréttir

Hundurinn Rjómi elskar rjóma

Enginn hundur á Íslandi er eins og hundurinn Rjómi á Selfossi sem er mjög sérstakur í útliti. Það tók eigendur Rjóma nokkur ár að fá leyfi til að flytja hann inn til landsins frá Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×