Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Björgólfur Thor Björgólfsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/VIlhelm Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent