Erlent

Fílar lokuðu hraðbraut á Spáni

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Lyfta þurfti fílunum með krana.
Lyfta þurfti fílunum með krana. Vísir/AFP
Loka þurfti hraðbraut á suðurhluta Spánar um tíma vegna þess að fimm fílar höfðu sloppið úr bíl sem lent hafði í árekstri. Einn fílanna lést af sárum sem hann hlaut í slysinu en tveir aðrir meiddust samkvæmt lögreglu á svæðinu. Lyfta þurfti meiddu fílunum með krana til þess að koma þeim af hraðbrautinni.

Atvikið átti sér nærri Albacete á Spáni seinnipart mánudags. Ökumaður bílsins sem lenti í slysinu slasaðist ekki. Lögregla á svæðinu birti myndir af þremur af fílunum fimm gangandi um á hraðbrautinni eftir slysið. Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu og er það til rannsóknar.

Fílarnir fjórir sem lifðu af eru í góðu yfirlæti og verða það áfram þangað til hægt er að flytja þá í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×