Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 19:00 Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti