Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekki Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 23:46 Bandarískir hermenn á ferð nærri Manbij í Sýrlandi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon. Sýrland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon.
Sýrland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira