Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 14:30 Ragnar Jóhannsson hefur staðið sig vel á æfingum landsliðsins. vísir/rakel ósk Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti