Fótbolti

Pep: Þeir áttu tvær sóknir og skoruðu tvö mörk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guardiola þurfti að horfa á sitt lið tapa í kvöld.
Guardiola þurfti að horfa á sitt lið tapa í kvöld. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist enn hafa trú á því að lið hans gæti farið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 tap fyrir Liverpool á Anfield í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum.

„Það trúir enginn að við komumst áfram. Við munum sannfæra sjálfa okkur á morgun,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

„Við mættum sterkir til leiks og byrjuðum af miklum krafti en þeir náðu að skora mark. Við héldum áfram að spila en þeir skoruðu tvö mörk í viðbót. Það er erfitt. Þeir voru betri í 10-15 mínútur.“

City átti ekki skot sem hitti á markrammann í leiknum og var það í fyrsta skipti síðan í október 2016 sem City nær ekki skoti á markið.

„Við reyndum allt sem við gátum en við fundum ekki mörkin. Það trúir enginn að við getum þetta en við eigum annan leik eftir.“

„Þeir áttu tvær sóknir og skoruðu tvö mörk. Það var erfitt en restina af leiknum vorum við mjög góðir,“ sagði Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×