Vonbrigði stúdenta Logi Einarsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Úthlutunarreglur LÍN 2018 - 2019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með sárt ennið. Raunin er sú að þörfum stúdenta hefur ekki verið sinnt síðastliðin ár og þeir þurft að sætta sig við skertan hlut – en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar enga breytingu á því ástandi. Að okkar mati, og að mati talsmanna stúdenta, eru úthlutunareglurnar ekki sú kjarabót sem stúdentar þarfnast og hafa kallað eftir. Hækkun á reiknaðri framfærslu er minniháttar. Hún er enn þá töluvert undir 200.000 krónum og rúmlega 100.000 krónum lægri en lágmarkslaun. Reynt er að réttlæta þennan mikla mismun með vísan til þess að leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á almennum markaði en það gengur illa upp vegna þess að aðeins brot af nemendum fá úthlutað íbúð. Frítekjumarkið var heldur ekki hækkað og hefur verið óbreytt síðan 2014 – en laun hafa á sama tíma hækkað um 32%.Vanlíðan stúdenta Vonbrigði stúdenta við þessum fréttum voru bæði augljós og eðlileg, enda eiga þeir margir erfitt með að ná endum saman. Þeir sem ekki geta fengið aðstoð frá foreldrum reyna oft að vinna með skóla en lenda þá í vítahring þar sem námslán þeirra skerðast fljótt vegna lágra frítekjumarka. Á sama tíma líður unga háskólafólkinu okkar ekki vel – en stór hluti háskólanema mælist með kvíða- og þunglyndisvandamál. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild og mikilvægt að allir sem vilja geti menntað sig. Í þessari efnahagslegu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta almennilega í menntun, endurskoða LÍN og stórbæta kjör námsmanna. Bætum kjörin Hækka þarf reiknaða framfærslu þannig að hún taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Það verður auk þess að hækka frítekjumarkið, efla dreifbýlisstyrki, hækka ferðastyrki, efla og nútímavæða þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp samtímagreiðslur námslána svo að unga fólkið okkar þurfi ekki að setja sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá ættum við að færa okkur í áttina að námsstyrkjakerfi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Þessu höfum við í Samfylkingunni kallað eftir. Við fögnum því að að flóttafólk öðlist rétt á námslánum. Það sem skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft verði að lifa á námslánum. Við þurfum almennilega framtíðarsýn í menntamálum á Íslandi til að vaxa og dafna og til að takast á við þær hröðu breytingar sem eru fram undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk og tími til kominn að endurskoða og nútímavæða sjóðinn og gæta þess að hann sinni raunverulega hlutverki sínu sem jöfnunartæki.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun