Búið að opna fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 14:44 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er til húsa í Borgartúni. Vísir/Daníel Búið er að opna tilkynningarsíðu Barnaverndar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Á síðunni er hægt að velja hnapp eftir eðli mála og senda þannig tilkynningar beint til viðeigandi aðila. Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Á síðunni er hægt að velja rafrænan ábendingarhnapp sem sendir tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða þykir til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða að barnið stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu,“ segir um hnappinn í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er annar hnappur á síðunni ætlaður tilkynningum vegna starfsfólks. Í tilkynningu kemur fram að hnappurinn sé hugsaður í þeim tilvikum þar sem „ástæða er til að ætla að atferli starfsfólks, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.“ Þriðji og síðasti hnappurinn á síðunni leiðir fólk að sambærilegri síðu á ensku og pólsku.Hnapparnir þrír líta svona út á tilkynningarsíðu Reykjavíkurborgar.Skjáskot/ReykjavíkurborgEins og áður hefur komið fram er tilkynningarsíðan hluti af aðgerðaráætlun velferðarsviðs um barnaverndarúrræði og aðra þjónustu við börn í kjölfar máls sem upp kom vegna starfsmanns, sem starfaði með börnum. Greint var frá því í fyrradag að rannsókn á máli mannsins sé lokið en málið var sent til héraðssaksóknara fyrir páska. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Téðir hnappar gera almennum borgurum kleift að tilkynna á fljótlegan hátt um misfellur í aðbúnaði barna eða tilkynna um hegðun einstaklings, sem starfar með börnum. Áfram er hægt að tilkynna til Barnaverndar Reykjavíkur í síma 411 1111 og í 112 í neyðartilvikum eftir lokun og einnig er hægt að senda á netfangið barnavernd@reykjavik.is, að því er fram kemur í tilkynningu. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Búið er að opna tilkynningarsíðu Barnaverndar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Á síðunni er hægt að velja hnapp eftir eðli mála og senda þannig tilkynningar beint til viðeigandi aðila. Um er að ræða lið í aðgerðaráætlun velferðarsviðs í kjölfar þess að starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Á síðunni er hægt að velja rafrænan ábendingarhnapp sem sendir tilkynningar til barnaverndar þegar ástæða þykir til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða að barnið stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu,“ segir um hnappinn í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er annar hnappur á síðunni ætlaður tilkynningum vegna starfsfólks. Í tilkynningu kemur fram að hnappurinn sé hugsaður í þeim tilvikum þar sem „ástæða er til að ætla að atferli starfsfólks, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.“ Þriðji og síðasti hnappurinn á síðunni leiðir fólk að sambærilegri síðu á ensku og pólsku.Hnapparnir þrír líta svona út á tilkynningarsíðu Reykjavíkurborgar.Skjáskot/ReykjavíkurborgEins og áður hefur komið fram er tilkynningarsíðan hluti af aðgerðaráætlun velferðarsviðs um barnaverndarúrræði og aðra þjónustu við börn í kjölfar máls sem upp kom vegna starfsmanns, sem starfaði með börnum. Greint var frá því í fyrradag að rannsókn á máli mannsins sé lokið en málið var sent til héraðssaksóknara fyrir páska. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Téðir hnappar gera almennum borgurum kleift að tilkynna á fljótlegan hátt um misfellur í aðbúnaði barna eða tilkynna um hegðun einstaklings, sem starfar með börnum. Áfram er hægt að tilkynna til Barnaverndar Reykjavíkur í síma 411 1111 og í 112 í neyðartilvikum eftir lokun og einnig er hægt að senda á netfangið barnavernd@reykjavik.is, að því er fram kemur í tilkynningu.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15
Gerðu athugasemd við 19 af 20 málum barnaverndarnefndar Þá á Barnaverndarstofa enn eftir að taka ákvörðun um það hvort áminna þurfi Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. 28. mars 2018 10:21