Enski boltinn

Liverpool fær ekki refsingu fyrr en eftir tímabilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Æstir stuðningsmenn Liverpool.
Æstir stuðningsmenn Liverpool. Vísir/Getty
Stóra rútumálið fyrir fram Anfield-leikvanginn í Liverpool í gærkvöldi mun ekki hafa nein áhrif á Liverpool í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Stuðningsfólk Liverpool réðst í gærkvöldi á rútu leikmanna Manchester City sem voru á leiðinni í leikinn á Anfield þar sem City liðið tapaði síðan 3-0.

UEFA hefur ákveðið að kæra Liverpool fyrir fjögur atriði en mun ekki taka þessi kærumál fyrir fyrr en eftir tímabilið.





Liverpool fær á sig kærur vegna notkunnar blysa, fyrir að áhorfendur köstuðu hlutum, fyrir skemmdarverk og fyrir ólæti áhorfenda. Liverpool fær örugglega á sig stóra peningasekt en kannski líka heimaleikjabann í Meistaradeildinni.

Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, voru tveir af þeim sem gagnrýndu harðlega framkomu áhorfendanna.

Lögreglan á Merseyside réð ekkert við æsta stuðningsmenn Liverpool sem lögðu rútu Manchester City í rúst. City-menn þurftu aðra rútu til að fara til baka.

Liverpool liðið skoraði síðan þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og vann 3-0 sigur á Manchester City. Liverpool er því í frábærum málum fyrir seinni leikinn í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×