Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 27-25 | Fram komið í lykilstöðu eftir sigur Svava Kristin Gretarsdóttir skrifar 8. apríl 2018 18:45 vísir/anton Fram vann tveggja marka sigur á ÍBV, 27-25. Þetta var þriðji leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan í einvíginu er 2-1 og hefur Fram yfirhöndina fyrir leikinn í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn. Eins og við mátti búast var um hörkuleik að ræða í dag. Liðin keyrðu á hraðri miðju en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór að hægjast á leiknum. ÍBV spilaði með 7 leikmenn í sókninni til að finna svör við ógnasterkri vörn Fram. Jafnræði var með liðunum fyrstu 10 mínúturnar en þá tóku heimamenn völdin og náðu allt að fimm marka forystu á ÍBV þegar mest lét, 13-8. Gestirnir áttu þá fínan kafla undir lok fyrri hálfleiks og staðan þegar honum lauk, 15-12. Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur en ÍBV tók að sækja vel á þær um miðbik hálfleiksins. Eftir 5-0 kafla jöfnuðu Eyjastúlkur leikinn, 22-22. Stemningin var öll ÍBV megin og það virtist lítið ganga upp hjá Fram. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé til að róa sínar konur og tókst honum að snúa leiknum sér í hag á ný. Fram náði aftur forystu og kláraði leikinn með tveggja marka sigri 27-25. Af hverju vann Fram?Þetta var svokallaður karakter sigur hjá ógnasterku liði Fram. ÍBV virtist vera að ná tökum á leiknum en Fram stelpur náðu aftur einbeitingu og unnu leikinn. Sýndu baráttu, leikgleði og liðsheild. Hverjar stóðu uppúr? Vörnin hjá Fram var frábær í dag og þar léku þær Steinunn Björnsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir stórt hlutverk. Ragnheiður átti góðan leik varnarlega og sóknarlega. Ester Óskarsdóttir átti góðan leik í dag, stjórnaði sókninni, var sterk í vörninni og vann ótal bolta af Fram. Einnig átti Karólína Bæhrenz góðam leik, skoraði 8 mörk líkt og Sandra Erlingsdóttir. Hvað gekk illa?ÍBV spilaði mikið 7 leikmönnum í sókninni sem hefur gengið hjá þeim að undanförnu en var ekki að skila nægilega miklu í dag. Margar línusendingar misheppnuðust og tapaðir boltar skiluðu Fram auðveldum mörkum. Greta Kavaliuskaite átti ekki góðan leik. Fram átti slakar 15 mínútur í síðari hálfleik þegar ÍBV var að spila þétta og baráttu mikla vörn. En heilt yfir átti Fram góðan leik í dag. Hvað er framundan?Fjórði leikurinn í undanúrslita einvíginu fer fram í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn, 11. apríl. Fram getur þá með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Stefán: Þetta verður baslStefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn í dag „Ég ótrúlega ánægður að vinna hérna og komast í 2-1 vegna þess að þetta er mjög sterkt lið sem við vorum að spila við. Við vorum í forystu í hálfleik og þær koma alltaf með áhlaup á okkur, við stóðumst það í dag en við klikkuðum á því í Vestmannaeyjum í síðasta leik.“ ÍBV jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik en það hefur reynst Fram erfitt að halda forystu út leiki í vetur. Stefán segir að þetta sé eitthvað sem þurfi að laga því það getur reynst þeim dýrt að tapa niður góðri stöðu „Við þurfum að laga það. Við hefðum getað verið í betri stöðu í Vestmannaeyjum og aftur í dag hefðum við getað verið í betri stöðu. En fyrst og fremst snýst þetta um að vinna leikinn og ég er ánægður með að það tókst í dag“ Í stöðunni 22-21 stöðvaði eftirlitsdómari leikinn eftir að leikmenn Fram voru einum fleiri inná vellinum. Atvikið var smávægilegt en leikmaður Fram stóð inná vellinum í varnarskiptingu. Stefán var allt annað en sáttur við ákvörðun dómara þegar þeir dæmdu ÍBV vítakast. „Það hefði getað verið dýrt, ég vil bara ekki ræða um eftirlitsmenn og dómara, ég skal ræða við þig um Liverpool.“ sagði Stefán sem fékk þá ósk ekki uppfyllta. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn og býst Stefán við hörkuleik þar „Þetta verður sama basl. Það verður skemmtilegt að spila í Eyjum, þetta er skemmtilegasta fólk sem ég veit um. Það er mjög mikið stuð og þetta verður erfiður leikur, það stefnir allt í 5 leiki hjá okkur.“ sagði Stefán að lokum Hrafnhildur: Við vorum klaufar „Þetta er mjög svekkjandi“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV. „Þegar við vorum búnar að jafna leikinn í 22-22 þá var allur andi okkar megin og ég hafði virkilega góða tilfiningur fyrir þessu en þá urðu þær bara heppnar, ógeðis boltar fóru að detta inn. Það var mjög fúlt að sjá eftir því þegar vörnin var að standa hjá okkur.“ sagði Hrafnhildur svekkt eftir að hafa verið komin í góða stöðu undir lok leiks. „Ég þarf bara að skoða myndbönd og sjá hvað það var sem klikkaði. Það hefur verið að ganga vel hjá okkur að spila 7 leikmönnum á 6, það gekk hjá okkur í fyrrihálfleik en það gekk ekki í seinni hálfleik. Þær hafa ekki náð að refsa okkur í yfirtölunni í síðustu tveimur leikjum en ná því í dag, við vorum líka klaufar oft og gáfum þeim auðveld mörk.“ Hrafnhildur hefur þó ekki áhyggjur af næsta leik, segir það vera lítil atriði hér og þar sem má laga en býst við svipuðum leik á miðvikudaginn þar sem ÍBV ætlar sér sigur. „Við fyllum kofan í Eyjum á miðvikudaginn og klárum þetta, það er ekkert annað í boði.“ sagði Hrafnhildur að lokum Ragnheiður: Stebbi róaði okkur niður„Þetta var hörkuleikur, ótrúlega hraður og það var mikil stemning í húsinu“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Stemning og liðsheild er ástæðan fyrir sigrinum í dag. Við vorum skynsamar og agaðar mest allan leikinn. Við missum alltaf niður forystuna í seinni hálfleik. Við ætluðum að passa það í dag en það gerðist aftur“ „Við fórum að klúðra sóknarlega og þá keyrðu þær hratt á okkur. Stebbi sagði okkur að vera yfirvegaðar og róa okkur aðeins niður, við gerðum það. Eftir það fórum við að spila skynsaman bolta og þá kom þetta aftur hjá okkur.“ „Leikurinn í Vestmannaeyjum verður eins og í dag, hörkuleikur. Það verður fullt hús og mikil stemning, það er erfitt að spila út í Eyjum en ótrúlega gaman.“ sagði Ragnheiður að lokum Olís-deild kvenna
Fram vann tveggja marka sigur á ÍBV, 27-25. Þetta var þriðji leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan í einvíginu er 2-1 og hefur Fram yfirhöndina fyrir leikinn í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn. Eins og við mátti búast var um hörkuleik að ræða í dag. Liðin keyrðu á hraðri miðju en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór að hægjast á leiknum. ÍBV spilaði með 7 leikmenn í sókninni til að finna svör við ógnasterkri vörn Fram. Jafnræði var með liðunum fyrstu 10 mínúturnar en þá tóku heimamenn völdin og náðu allt að fimm marka forystu á ÍBV þegar mest lét, 13-8. Gestirnir áttu þá fínan kafla undir lok fyrri hálfleiks og staðan þegar honum lauk, 15-12. Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur en ÍBV tók að sækja vel á þær um miðbik hálfleiksins. Eftir 5-0 kafla jöfnuðu Eyjastúlkur leikinn, 22-22. Stemningin var öll ÍBV megin og það virtist lítið ganga upp hjá Fram. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé til að róa sínar konur og tókst honum að snúa leiknum sér í hag á ný. Fram náði aftur forystu og kláraði leikinn með tveggja marka sigri 27-25. Af hverju vann Fram?Þetta var svokallaður karakter sigur hjá ógnasterku liði Fram. ÍBV virtist vera að ná tökum á leiknum en Fram stelpur náðu aftur einbeitingu og unnu leikinn. Sýndu baráttu, leikgleði og liðsheild. Hverjar stóðu uppúr? Vörnin hjá Fram var frábær í dag og þar léku þær Steinunn Björnsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir stórt hlutverk. Ragnheiður átti góðan leik varnarlega og sóknarlega. Ester Óskarsdóttir átti góðan leik í dag, stjórnaði sókninni, var sterk í vörninni og vann ótal bolta af Fram. Einnig átti Karólína Bæhrenz góðam leik, skoraði 8 mörk líkt og Sandra Erlingsdóttir. Hvað gekk illa?ÍBV spilaði mikið 7 leikmönnum í sókninni sem hefur gengið hjá þeim að undanförnu en var ekki að skila nægilega miklu í dag. Margar línusendingar misheppnuðust og tapaðir boltar skiluðu Fram auðveldum mörkum. Greta Kavaliuskaite átti ekki góðan leik. Fram átti slakar 15 mínútur í síðari hálfleik þegar ÍBV var að spila þétta og baráttu mikla vörn. En heilt yfir átti Fram góðan leik í dag. Hvað er framundan?Fjórði leikurinn í undanúrslita einvíginu fer fram í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn, 11. apríl. Fram getur þá með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Stefán: Þetta verður baslStefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn í dag „Ég ótrúlega ánægður að vinna hérna og komast í 2-1 vegna þess að þetta er mjög sterkt lið sem við vorum að spila við. Við vorum í forystu í hálfleik og þær koma alltaf með áhlaup á okkur, við stóðumst það í dag en við klikkuðum á því í Vestmannaeyjum í síðasta leik.“ ÍBV jafnaði leikinn um miðjan síðari hálfleik en það hefur reynst Fram erfitt að halda forystu út leiki í vetur. Stefán segir að þetta sé eitthvað sem þurfi að laga því það getur reynst þeim dýrt að tapa niður góðri stöðu „Við þurfum að laga það. Við hefðum getað verið í betri stöðu í Vestmannaeyjum og aftur í dag hefðum við getað verið í betri stöðu. En fyrst og fremst snýst þetta um að vinna leikinn og ég er ánægður með að það tókst í dag“ Í stöðunni 22-21 stöðvaði eftirlitsdómari leikinn eftir að leikmenn Fram voru einum fleiri inná vellinum. Atvikið var smávægilegt en leikmaður Fram stóð inná vellinum í varnarskiptingu. Stefán var allt annað en sáttur við ákvörðun dómara þegar þeir dæmdu ÍBV vítakast. „Það hefði getað verið dýrt, ég vil bara ekki ræða um eftirlitsmenn og dómara, ég skal ræða við þig um Liverpool.“ sagði Stefán sem fékk þá ósk ekki uppfyllta. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn og býst Stefán við hörkuleik þar „Þetta verður sama basl. Það verður skemmtilegt að spila í Eyjum, þetta er skemmtilegasta fólk sem ég veit um. Það er mjög mikið stuð og þetta verður erfiður leikur, það stefnir allt í 5 leiki hjá okkur.“ sagði Stefán að lokum Hrafnhildur: Við vorum klaufar „Þetta er mjög svekkjandi“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV. „Þegar við vorum búnar að jafna leikinn í 22-22 þá var allur andi okkar megin og ég hafði virkilega góða tilfiningur fyrir þessu en þá urðu þær bara heppnar, ógeðis boltar fóru að detta inn. Það var mjög fúlt að sjá eftir því þegar vörnin var að standa hjá okkur.“ sagði Hrafnhildur svekkt eftir að hafa verið komin í góða stöðu undir lok leiks. „Ég þarf bara að skoða myndbönd og sjá hvað það var sem klikkaði. Það hefur verið að ganga vel hjá okkur að spila 7 leikmönnum á 6, það gekk hjá okkur í fyrrihálfleik en það gekk ekki í seinni hálfleik. Þær hafa ekki náð að refsa okkur í yfirtölunni í síðustu tveimur leikjum en ná því í dag, við vorum líka klaufar oft og gáfum þeim auðveld mörk.“ Hrafnhildur hefur þó ekki áhyggjur af næsta leik, segir það vera lítil atriði hér og þar sem má laga en býst við svipuðum leik á miðvikudaginn þar sem ÍBV ætlar sér sigur. „Við fyllum kofan í Eyjum á miðvikudaginn og klárum þetta, það er ekkert annað í boði.“ sagði Hrafnhildur að lokum Ragnheiður: Stebbi róaði okkur niður„Þetta var hörkuleikur, ótrúlega hraður og það var mikil stemning í húsinu“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Stemning og liðsheild er ástæðan fyrir sigrinum í dag. Við vorum skynsamar og agaðar mest allan leikinn. Við missum alltaf niður forystuna í seinni hálfleik. Við ætluðum að passa það í dag en það gerðist aftur“ „Við fórum að klúðra sóknarlega og þá keyrðu þær hratt á okkur. Stebbi sagði okkur að vera yfirvegaðar og róa okkur aðeins niður, við gerðum það. Eftir það fórum við að spila skynsaman bolta og þá kom þetta aftur hjá okkur.“ „Leikurinn í Vestmannaeyjum verður eins og í dag, hörkuleikur. Það verður fullt hús og mikil stemning, það er erfitt að spila út í Eyjum en ótrúlega gaman.“ sagði Ragnheiður að lokum
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti