Upphitun fyrir Barein: Slagurinn í eyðimörkinni Bragi Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 22:00 Lewis Hamilton á brautinni í Barein. Vísir/Getty Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti