Formúla 1

Fimm sæta refsing á Hamilton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hamilton getur ekki byrjað ofar en í 6. sæti í rásröðinni á morgun
Hamilton getur ekki byrjað ofar en í 6. sæti í rásröðinni á morgun Getty
Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu þegar kappaksturinn í Barein verður ræstur af stað á morgun vegna skipta á gírkassa.

Regluverk Formúlu 1 segir að sami gírkassin verði að vera notaður í sex keppnum í röð. Gírkassinn í bíl Hamilton bilaði í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu og Mercedes náði ekki að laga kassann heldur þurfti að skipta honum alfarið út.





Hamilton, sem er ríkjandi heimsmeistari, var í nokkrum vandræðum á æfingum í Barein í gær og nú verður verkefnið enn erfiðara á sunnudag. Hamilton mun ekki verða ofar en sjötti í rásröðinni vegna refsingarinnar, jafnvel þó hann nái bestum tíma í tímatökunni.

Tímatakan hefst klukkan 15:00 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×