Ótrúlegt hvað lífið býður upp á Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. apríl 2018 00:00 "Mér finnst betra að hugsa um það sem ég hef, frekar en það sem ég hef misst,“ segir Arna. mynd/gústi productions Arna Sigríður Albertsdóttir hlaut mænuskaða eftir skíðaslys aðeins 16 ára gömul. Hún hefur byggt upp andlegan og líkamlegan styrk og stefnir á þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra. Hún segir að ríkið ætti að koma til móts við hreyfihamlaða og styrkja þá betur til þátttöku í íþróttum. Íþróttaiðkun og útivera hafi gert gæfumuninn í hennar lífi. Það hefur verið frábært færi, sólskin og bjart yfir,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir glöð í bragði. Hún er stödd á heimaslóðum á Ísafirði í fríi heima hjá foreldrum sínum og hefur nýtt tímann vel til að fara á skíði. Það eru rúm tólf ár síðan Arna slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi. Þá aðeins sextán ára gömul. Hún hlaut mænuskaða eftir slysið en hefur byggt upp mikinn andlegan og líkamlegan styrk síðustu ár. Hún stundar handahjólreiðar, líkamsrækt og skíði og stefnir ótrauð á þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra árið 2020. „Mig langaði mikið að komast á Ólympíuleikana 2016 en komst þá ekki inn. Ég er betur undirbúin núna en þarf að leggja hart að mér engu að síður til að komast á leikana. Ég er ein í þessari íþrótt á Íslandi og þarf að safna stigum til þátttöku, yfirleitt eru íþróttir hreyfihamlaðra (t.d. sund og frjálsar) undir Íþróttasambandi fatlaðra, en handahjólreiðar eru undir Alþjóðahjólreiðasambandinu, UCI. Þannig að ég þarf að fá keppnisleyfi og fleira frá Hjólreiðasambandi Íslands en ekki Íþróttasambandi fatlaðra,“ útskýrir Arna. „Þjóðirnar safna stigum saman. Það er því erfitt verkefni fram undan að komast á leikana. Ég þarf að keppa á mörgum mótum. En finnst það gaman. Keppendur í Evrópu geta keyrt á milli móta. Flækjustigið er aðeins hærra hjá mér. Ég þarf að fljúga á milli. Ég hef alltaf þurft að sjá um þetta sjálf en oft fengið fína aðstoð,“ útskýrir Arna en Toyota ákvað nýverið að styrkja Örnu og þrjú önnur ungmenni til að fara á leikana. „Ég er nýbyrjuð í herferð með Toyota, sem heitir Start your impossible, við erum fjögur sem erum líkleg til að komast inn á Paralympics 2020 en höfum ekki komist þangað áður að fá styrki frá Toyota þangað til. Herferðin snýst um að skora á alls konar fólk að setja sér markmið, eitthvað sem þeim kannski finnst ómögulegt og eigum við fjögur að vera sendiherrar þessarar herferðar á Íslandi,“ segir Arna en auk hennar lýsa Patrekur Andrés spretthlaupari, Már Gunnarsson sundmaður og Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona markmiðum sínum.Það er ótrúlegt hvað lífið býður upp á og hvað er mögulegt,“ segir hún og segir þrjóskuna margsinnis hafa komið sér yfir erfiðustu hjallana.Slysið í Noregi Arna var mikið í íþróttum sem barn. „Þannig er það svolítið hér á Ísafirði, ég var mikið í fótbolta og sundi og á skíðum. Skíðaíþróttin varð ofan á á unglingsárum,“ segir hún frá og rifjar upp slysið í Noregi þann 30. desember 2006. „Ég fór til Noregs í æfingabúðir með skíðafélaginu mínu hér á Ísafirði. Slysið varð snemma í ferðinni. Ég var að hita upp fyrir æfingu og ég endaði á tré. Ég man lítið sem ekkert eftir slysinu. Ég missti meðvitund. En það var gott fólk í kringum mig. Það kom þyrla að sækja mig og flutti mig á Ulleval-sjúkrahúsið. Þar fór ég í tvær aðgerðir. Læknarnir þar úti opnuðu allt bakið og sáu að þetta leit ekki vel út. Mænan fór að miklum hluta í sundur,“ segir Arna. Þessar upplýsingar fékk hún þó ekki nærri því strax og fyrir því eru ríkar ástæður. „Ég fékk upplýsingarnar hægt og bítandi. Ég fékk tíma til að mæta afleiðingum slyssins. Læknar fara oft varlega í sakirnar enda er það stundum þannig að bólgur vegna skaða á mænu geta varað lengi, allt að ár og valdið skaðanum og tilfinningaleysinu. Sjúkraflugvél sótti mig og flutti mig til Íslands og ég var lögð inn hér á landi. Fyrst á Borgarspítalann og seinna var ég flutt á Barnaspítala Hringsins,“ segir Arna.Gjöf að vera á lífi Við tók krefjandi og erfitt tímabil. Arna þurfti að læra allt upp á nýtt. Klæða sig, bjarga sér með einfalda hluti. Hún fór í endurhæfingu á Endurhæfingardeildina við Grensás. „Ég fékk miklar innvortis blæðingar við slysið og var nokkuð lengi aum og veik. Ég þurfti að læra allt. Að reisa mig við, setjast upp, klæða mig. Ég vil vera hreinskilin með það að mér leið illa. Ég var reið. Maður heldur að það komi ekkert fyrir sig og ég hélt lengi í vonina og var í afneitun fyrst um sinn. Þetta voru erfiðir tímar og það gagnast engum að fegra það hversu erfitt það er að sætta sig við nýtt hlutskipti,“ segir Arna. „En á sama tíma áttar maður sig á því hægt og rólega að það gagnast ekki að vera neikvæður,“ segir Arna frá. „Það er til dæmis mikil gjöf að ég skuli vera á lífi þó að mér finnist ennþá erfitt að hugsa um það að ég eigi líklega alltaf eftir að vera í hjólastól. Ég kýs að hugsa ekki mikið um þetta og kýs að gera gott úr aðstæðum mínum. Mér finnst ég í raun hafa fengið annað tækifæri. Ég lenti í alvarlegu slysi. Ég hefði getað dáið. Ef það hefði ekki verið gott fólk í kringum mig þá hefði ég til dæmis ekki komist á spítala. Mér finnst betra að hugsa um það sem ég hef, frekar en það sem ég hef misst. En það er samt svo ósköp eðlilegt og mannlegt að eiga slæma daga og verða reiður og sár,“ segir Arna.Arna var aðeins 16 ára þegar hún slasaðist.Geggjað að komast út að hjóla Arna flutti suður árið 2012. Hún keypti sér íbúð í Kópavogi og jók við íþróttaiðkun sína og þjálfun til muna. „Þá var ég að æfa hjá Fannari Karvel einkaþjálfara, sem aðstoðaði mig við að byggja upp vöðva í efri hluta líkamans, og keypti mér hjólið í framhaldinu. Ég fann strax hvað það gerði mér ofboðslega gott að komast út að hjóla,“ segir Arna frá. „Það eru ekki mörg tækifæri fyrir hreyfihamlaða í íþróttum og útivist og mér fannst áður erfitt að finna rétta vettvanginn fyrir mig. En það að vera í góðu formi og æfa, það eykur góða líðan. Það hjálpar mér að glíma við fylgikvilla mænuskaða. Það er geggjað að komast út undir bert loft, hjóla hratt og fara langt. Því stundum er allt svo ótrúlega óaðgengilegt. Þá er gott að fara út að hjóla.“ Arna á líka sérstakan skíðastól. „Það er auðvitað allt öðruvísi að fara á skíði í svona stól. Ég fór á nokkur skíðanámskeið sem Íþróttasamband fatlaðra hélt. Þetta er svolítið öðruvísi, nokkuð erfitt. Mér fannst til dæmis ekkert sérstaklega gaman fyrst. Eiginlega alveg ömurlegt,“ segir hún og hlær. En um leið og maður er búinn að gera þetta nokkrum sinnum og fer aðeins lengra, þá fer maður að njóta þess og nú fer ég reglulega á skíði,“ bætir hún við og segir að þótt hún eigi að baki slæma lífsreynslu á skíðum hamli það henni ekki. „Allt venst,“ segir hún einfaldlega.Arna ferðast um heiminn og keppir í mótum í handahjólreiðum. Hún þarf að safna stigum til þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra.Ekki á sama stalli Arna finnur ekki fyrir fordómum. En aðgengi hreyfihamlaðra segir hún oft slæmt á Íslandi og stundum þarf hún að útskýra íþróttaiðkunina fyrir fólki. „Íþróttir fatlaðra eru því miður ekki á sama stalli og íþróttir almennt. Fólk gerir stundum ráð fyrir því að þetta sé frekar áhugamál en alvöru keppnisíþrótt. En úti er þetta svo stór heimur og mikill fjöldi afreksfólks sem stundar handahjólreiðar af alvöru. Það eru haldin mörg mót og umgjörðin viðamikil, ég þarf að taka þátt í mörgum mótum til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana,“ segir hún. „Ég flutti suður því það er auðveldara að komast um hér. Það er leitt, því fjölskylda mín er hér á Ísafirði og mér líður vel hér með henni. Lífið er aðeins auðveldara í Reykjavík en aðgengi er samt mjög ábótavant. Ég bý við meira sjálfstæði fyrir sunnan. Fyrir vestan myndi ég þurfa á meiri hjálp að halda við daglegt líf. Ég fæ svolitla hjálp frá Kópavogsbæ en bjarga mér með flest,“ segir Arna. „Það munar svo miklu að fá að vera sjálfstæður. Ég gat keypt mér íbúð fyrir sunnan. Ég er heppin að hafa getað gert það. Fólk sem lendir í slysi getur það sjaldnast. Íbúðin er sérstaklega innréttuð fyrir mig. Það er líka dýrt að gera það og ekki allir sem hafa efni á því. Í húsinu er bílakjallari sem er líka nauðsynlegur fyrir mig. Ég get farið beint í bílinn. Ég er þokkalega sjálfstæð, þó að ég þurfi reglulega aðstoð við ýmsa hluti. Ég er heppnari en mjög margir í svipaðri aðstöðu og ég.“Arna fer reglulega á skíði í sérútbúnum skíðastól.Ríkið styðji við tækjakaup Arna hefur verið dugleg við að miðla reynslu sinni og haldið fyrirlestra fyrir hópa og félagasamtök. Hún hefur einnig látið sig málefni mænuskaddaðra varða og er virk í SEM, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Hún bendir á að það sé því miður mjög dýrt fyrir hreyfihamlaða að stunda íþróttir. Kostnaðurinn við það sé mörgum óyfirstíganlegur og hún bendir á að ríkið ætti að greiða niður tæki til íþróttaiðkunar rétt eins og hjálpartæki. „Þetta er mjög dýrt. Búnaðurinn er afar sérhæfður og þarf að panta sérstaklega fyrir hvern og einn. Það eru engir styrkir í boði frá ríkinu. Ríkið styrkir bara það sem er flokkað sem hjálpartæki. Þessu þyrfti að breyta og ég veit að mörg, börn og fullorðna, langar í skíðastól eða hjól. En hefur ekki efni á því. Þetta hamlar fólki frá því að bæta líðan sína og heilsu og frá því að stunda íþróttir. Kostnaður hreyfihamlaðra er að minnsta kosti tífaldur,“ segir Arna frá. „Þó að ríkið felli niður allan virðisaukaskatt á íþróttatæki eins og hjól og skíði. Ég er viss um að íþróttaiðkun mín hefur lækkað lyfjakostnað minn og þörf fyrir þjónustu. Íþróttaiðkunin hefur bætt lífsgæði mín svo um munar, segir Arna.Hún segist ekki líta á sig sem fyrirmynd. Fólki sem hafi lent í erfiðri lífsreynslu eða slysi sé stundum ætlað hetjuhlutverkið. „Ég lít ekki á mig sem fyrirmynd. En ég veit samt að ég sendi ákveðin skilaboð sem eru mikilvæg. Annað hreyfihamlað fólk veit af mér. Veit að þetta er hægt. Að stunda þessa íþrótt. Ég er alltaf til í að ræða við fólk og leiðbeina. Ég er búin að læra svo margt og verð sterkari í hvert skipti. Mér finnst sjálfsagt að deila því með öðrum. En ég er líka heiðarleg með það að ég er bara mannleg. Ég á stundum slæma daga. Það verður aldrei auðvelt að venjast því að vera með mænuskaða. Það hefur mikil og flókin áhrif á fólk að missa hreyfigetuna og tilfinningu í líkamanum,“ segir Arna. „Það er samt ótrúlegt hvað lífið býður upp á og hvað er mögulegt,“ segir hún og segir þrjóskuna margsinnis hafa komið sér yfir erfiðustu hjallana. Hún mælir með því fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir að prófa að hjóla. „Ég hjóla á hverjum degi. Það er oft ótrúlega góð tilfinning. Mér finnst gott að finna til þreytu. Að reyna á sig er góð tilfinning. Að finnast ég vera uppgefin eftir erfiða æfingu, þá finn ég fyrir því að vera til. Og að komast út, það er svona frelsistilfinning sem ég finn fyrir. Og stundum gleymi ég því að ég er sködduð á mænu. Er bara ég, það er góð tilfinning.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Arna Sigríður Albertsdóttir hlaut mænuskaða eftir skíðaslys aðeins 16 ára gömul. Hún hefur byggt upp andlegan og líkamlegan styrk og stefnir á þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra. Hún segir að ríkið ætti að koma til móts við hreyfihamlaða og styrkja þá betur til þátttöku í íþróttum. Íþróttaiðkun og útivera hafi gert gæfumuninn í hennar lífi. Það hefur verið frábært færi, sólskin og bjart yfir,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir glöð í bragði. Hún er stödd á heimaslóðum á Ísafirði í fríi heima hjá foreldrum sínum og hefur nýtt tímann vel til að fara á skíði. Það eru rúm tólf ár síðan Arna slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi. Þá aðeins sextán ára gömul. Hún hlaut mænuskaða eftir slysið en hefur byggt upp mikinn andlegan og líkamlegan styrk síðustu ár. Hún stundar handahjólreiðar, líkamsrækt og skíði og stefnir ótrauð á þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra árið 2020. „Mig langaði mikið að komast á Ólympíuleikana 2016 en komst þá ekki inn. Ég er betur undirbúin núna en þarf að leggja hart að mér engu að síður til að komast á leikana. Ég er ein í þessari íþrótt á Íslandi og þarf að safna stigum til þátttöku, yfirleitt eru íþróttir hreyfihamlaðra (t.d. sund og frjálsar) undir Íþróttasambandi fatlaðra, en handahjólreiðar eru undir Alþjóðahjólreiðasambandinu, UCI. Þannig að ég þarf að fá keppnisleyfi og fleira frá Hjólreiðasambandi Íslands en ekki Íþróttasambandi fatlaðra,“ útskýrir Arna. „Þjóðirnar safna stigum saman. Það er því erfitt verkefni fram undan að komast á leikana. Ég þarf að keppa á mörgum mótum. En finnst það gaman. Keppendur í Evrópu geta keyrt á milli móta. Flækjustigið er aðeins hærra hjá mér. Ég þarf að fljúga á milli. Ég hef alltaf þurft að sjá um þetta sjálf en oft fengið fína aðstoð,“ útskýrir Arna en Toyota ákvað nýverið að styrkja Örnu og þrjú önnur ungmenni til að fara á leikana. „Ég er nýbyrjuð í herferð með Toyota, sem heitir Start your impossible, við erum fjögur sem erum líkleg til að komast inn á Paralympics 2020 en höfum ekki komist þangað áður að fá styrki frá Toyota þangað til. Herferðin snýst um að skora á alls konar fólk að setja sér markmið, eitthvað sem þeim kannski finnst ómögulegt og eigum við fjögur að vera sendiherrar þessarar herferðar á Íslandi,“ segir Arna en auk hennar lýsa Patrekur Andrés spretthlaupari, Már Gunnarsson sundmaður og Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona markmiðum sínum.Það er ótrúlegt hvað lífið býður upp á og hvað er mögulegt,“ segir hún og segir þrjóskuna margsinnis hafa komið sér yfir erfiðustu hjallana.Slysið í Noregi Arna var mikið í íþróttum sem barn. „Þannig er það svolítið hér á Ísafirði, ég var mikið í fótbolta og sundi og á skíðum. Skíðaíþróttin varð ofan á á unglingsárum,“ segir hún frá og rifjar upp slysið í Noregi þann 30. desember 2006. „Ég fór til Noregs í æfingabúðir með skíðafélaginu mínu hér á Ísafirði. Slysið varð snemma í ferðinni. Ég var að hita upp fyrir æfingu og ég endaði á tré. Ég man lítið sem ekkert eftir slysinu. Ég missti meðvitund. En það var gott fólk í kringum mig. Það kom þyrla að sækja mig og flutti mig á Ulleval-sjúkrahúsið. Þar fór ég í tvær aðgerðir. Læknarnir þar úti opnuðu allt bakið og sáu að þetta leit ekki vel út. Mænan fór að miklum hluta í sundur,“ segir Arna. Þessar upplýsingar fékk hún þó ekki nærri því strax og fyrir því eru ríkar ástæður. „Ég fékk upplýsingarnar hægt og bítandi. Ég fékk tíma til að mæta afleiðingum slyssins. Læknar fara oft varlega í sakirnar enda er það stundum þannig að bólgur vegna skaða á mænu geta varað lengi, allt að ár og valdið skaðanum og tilfinningaleysinu. Sjúkraflugvél sótti mig og flutti mig til Íslands og ég var lögð inn hér á landi. Fyrst á Borgarspítalann og seinna var ég flutt á Barnaspítala Hringsins,“ segir Arna.Gjöf að vera á lífi Við tók krefjandi og erfitt tímabil. Arna þurfti að læra allt upp á nýtt. Klæða sig, bjarga sér með einfalda hluti. Hún fór í endurhæfingu á Endurhæfingardeildina við Grensás. „Ég fékk miklar innvortis blæðingar við slysið og var nokkuð lengi aum og veik. Ég þurfti að læra allt. Að reisa mig við, setjast upp, klæða mig. Ég vil vera hreinskilin með það að mér leið illa. Ég var reið. Maður heldur að það komi ekkert fyrir sig og ég hélt lengi í vonina og var í afneitun fyrst um sinn. Þetta voru erfiðir tímar og það gagnast engum að fegra það hversu erfitt það er að sætta sig við nýtt hlutskipti,“ segir Arna. „En á sama tíma áttar maður sig á því hægt og rólega að það gagnast ekki að vera neikvæður,“ segir Arna frá. „Það er til dæmis mikil gjöf að ég skuli vera á lífi þó að mér finnist ennþá erfitt að hugsa um það að ég eigi líklega alltaf eftir að vera í hjólastól. Ég kýs að hugsa ekki mikið um þetta og kýs að gera gott úr aðstæðum mínum. Mér finnst ég í raun hafa fengið annað tækifæri. Ég lenti í alvarlegu slysi. Ég hefði getað dáið. Ef það hefði ekki verið gott fólk í kringum mig þá hefði ég til dæmis ekki komist á spítala. Mér finnst betra að hugsa um það sem ég hef, frekar en það sem ég hef misst. En það er samt svo ósköp eðlilegt og mannlegt að eiga slæma daga og verða reiður og sár,“ segir Arna.Arna var aðeins 16 ára þegar hún slasaðist.Geggjað að komast út að hjóla Arna flutti suður árið 2012. Hún keypti sér íbúð í Kópavogi og jók við íþróttaiðkun sína og þjálfun til muna. „Þá var ég að æfa hjá Fannari Karvel einkaþjálfara, sem aðstoðaði mig við að byggja upp vöðva í efri hluta líkamans, og keypti mér hjólið í framhaldinu. Ég fann strax hvað það gerði mér ofboðslega gott að komast út að hjóla,“ segir Arna frá. „Það eru ekki mörg tækifæri fyrir hreyfihamlaða í íþróttum og útivist og mér fannst áður erfitt að finna rétta vettvanginn fyrir mig. En það að vera í góðu formi og æfa, það eykur góða líðan. Það hjálpar mér að glíma við fylgikvilla mænuskaða. Það er geggjað að komast út undir bert loft, hjóla hratt og fara langt. Því stundum er allt svo ótrúlega óaðgengilegt. Þá er gott að fara út að hjóla.“ Arna á líka sérstakan skíðastól. „Það er auðvitað allt öðruvísi að fara á skíði í svona stól. Ég fór á nokkur skíðanámskeið sem Íþróttasamband fatlaðra hélt. Þetta er svolítið öðruvísi, nokkuð erfitt. Mér fannst til dæmis ekkert sérstaklega gaman fyrst. Eiginlega alveg ömurlegt,“ segir hún og hlær. En um leið og maður er búinn að gera þetta nokkrum sinnum og fer aðeins lengra, þá fer maður að njóta þess og nú fer ég reglulega á skíði,“ bætir hún við og segir að þótt hún eigi að baki slæma lífsreynslu á skíðum hamli það henni ekki. „Allt venst,“ segir hún einfaldlega.Arna ferðast um heiminn og keppir í mótum í handahjólreiðum. Hún þarf að safna stigum til þátttöku í Ólympíuleikum fatlaðra.Ekki á sama stalli Arna finnur ekki fyrir fordómum. En aðgengi hreyfihamlaðra segir hún oft slæmt á Íslandi og stundum þarf hún að útskýra íþróttaiðkunina fyrir fólki. „Íþróttir fatlaðra eru því miður ekki á sama stalli og íþróttir almennt. Fólk gerir stundum ráð fyrir því að þetta sé frekar áhugamál en alvöru keppnisíþrótt. En úti er þetta svo stór heimur og mikill fjöldi afreksfólks sem stundar handahjólreiðar af alvöru. Það eru haldin mörg mót og umgjörðin viðamikil, ég þarf að taka þátt í mörgum mótum til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana,“ segir hún. „Ég flutti suður því það er auðveldara að komast um hér. Það er leitt, því fjölskylda mín er hér á Ísafirði og mér líður vel hér með henni. Lífið er aðeins auðveldara í Reykjavík en aðgengi er samt mjög ábótavant. Ég bý við meira sjálfstæði fyrir sunnan. Fyrir vestan myndi ég þurfa á meiri hjálp að halda við daglegt líf. Ég fæ svolitla hjálp frá Kópavogsbæ en bjarga mér með flest,“ segir Arna. „Það munar svo miklu að fá að vera sjálfstæður. Ég gat keypt mér íbúð fyrir sunnan. Ég er heppin að hafa getað gert það. Fólk sem lendir í slysi getur það sjaldnast. Íbúðin er sérstaklega innréttuð fyrir mig. Það er líka dýrt að gera það og ekki allir sem hafa efni á því. Í húsinu er bílakjallari sem er líka nauðsynlegur fyrir mig. Ég get farið beint í bílinn. Ég er þokkalega sjálfstæð, þó að ég þurfi reglulega aðstoð við ýmsa hluti. Ég er heppnari en mjög margir í svipaðri aðstöðu og ég.“Arna fer reglulega á skíði í sérútbúnum skíðastól.Ríkið styðji við tækjakaup Arna hefur verið dugleg við að miðla reynslu sinni og haldið fyrirlestra fyrir hópa og félagasamtök. Hún hefur einnig látið sig málefni mænuskaddaðra varða og er virk í SEM, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Hún bendir á að það sé því miður mjög dýrt fyrir hreyfihamlaða að stunda íþróttir. Kostnaðurinn við það sé mörgum óyfirstíganlegur og hún bendir á að ríkið ætti að greiða niður tæki til íþróttaiðkunar rétt eins og hjálpartæki. „Þetta er mjög dýrt. Búnaðurinn er afar sérhæfður og þarf að panta sérstaklega fyrir hvern og einn. Það eru engir styrkir í boði frá ríkinu. Ríkið styrkir bara það sem er flokkað sem hjálpartæki. Þessu þyrfti að breyta og ég veit að mörg, börn og fullorðna, langar í skíðastól eða hjól. En hefur ekki efni á því. Þetta hamlar fólki frá því að bæta líðan sína og heilsu og frá því að stunda íþróttir. Kostnaður hreyfihamlaðra er að minnsta kosti tífaldur,“ segir Arna frá. „Þó að ríkið felli niður allan virðisaukaskatt á íþróttatæki eins og hjól og skíði. Ég er viss um að íþróttaiðkun mín hefur lækkað lyfjakostnað minn og þörf fyrir þjónustu. Íþróttaiðkunin hefur bætt lífsgæði mín svo um munar, segir Arna.Hún segist ekki líta á sig sem fyrirmynd. Fólki sem hafi lent í erfiðri lífsreynslu eða slysi sé stundum ætlað hetjuhlutverkið. „Ég lít ekki á mig sem fyrirmynd. En ég veit samt að ég sendi ákveðin skilaboð sem eru mikilvæg. Annað hreyfihamlað fólk veit af mér. Veit að þetta er hægt. Að stunda þessa íþrótt. Ég er alltaf til í að ræða við fólk og leiðbeina. Ég er búin að læra svo margt og verð sterkari í hvert skipti. Mér finnst sjálfsagt að deila því með öðrum. En ég er líka heiðarleg með það að ég er bara mannleg. Ég á stundum slæma daga. Það verður aldrei auðvelt að venjast því að vera með mænuskaða. Það hefur mikil og flókin áhrif á fólk að missa hreyfigetuna og tilfinningu í líkamanum,“ segir Arna. „Það er samt ótrúlegt hvað lífið býður upp á og hvað er mögulegt,“ segir hún og segir þrjóskuna margsinnis hafa komið sér yfir erfiðustu hjallana. Hún mælir með því fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir að prófa að hjóla. „Ég hjóla á hverjum degi. Það er oft ótrúlega góð tilfinning. Mér finnst gott að finna til þreytu. Að reyna á sig er góð tilfinning. Að finnast ég vera uppgefin eftir erfiða æfingu, þá finn ég fyrir því að vera til. Og að komast út, það er svona frelsistilfinning sem ég finn fyrir. Og stundum gleymi ég því að ég er sködduð á mænu. Er bara ég, það er góð tilfinning.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira