Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. apríl 2018 06:51 Khabib er nýr léttvigtarmeistari UFC. Vísir/Getty Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. Fyrir helgina var Conor McGregor ríkjandi léttvigtarmeistari og Tony Ferguson bráðabirgðarmeistari í léttvigt. Eftir sigur Khabib á UFC 223 í nótt hafa þeir báðir verið sviptur sínum titlum. Khabib er því eini titilhafinn í léttvigt UFC í dag. Khabib mætti Al Iaquinta í aðalbardaga kvöldsins en Khabib fékk þrjá mismunandi andstæðinga í vikunni. Upphaflega átti Khabib að mæta Tony Ferguson en þegar hann meiddist kom Max Holloway í hans stað. Holloway gat hins vegar ekki náð léttvigtarmörkunum í vigtuninni og kom Al Iaquinta því inn með rúmlega sólarhrings fyrirvara. Khabib byrjaði bardagann vel og náði Iaquinta fljótt niður. Fyrstu tvær loturnar voru naut Khabib mikilla yfirburða og var bardaginn nokkuð einhliða. Í 3. og 4. lotu stóð Khabib hins vegar allan tímann með Iaquinta sem er nokkuð sem við höfum ekki mikið séð hann gera í UFC. Khabib vann þó allar loturnar örugglega og kláraði 5. lotuna í góðri stöðu í gólfinu. Sigurinn var aldrei í vafa en Khabib vann allar fimm loturnar. Hann er þar með nýr léttvigtarmeistari UFC og spurning hvern hann fær í sinni fyrstu titilvörn. Rose Namajunas varði strávigtartitil sinn er hún sigraði fyrrum meistarann Joanna Jedrzejczyk eftir dómaraákvörðun. Joanna átti í erfiðleikum til að byrja með en komst betur inn í bardagann í 3. og 4. lotu. Namajunas innsiglaði svo sigurinn með góðri frammistöðu í 5. lotu en að mati dómara tók Namajunas fjórar af fimm lotunum. Eftir ótrúlega viku var bardagakvöldið ekki það besta sem UFC hefur boðið upp á en þó ágætis skemmtun. UFC bardagasamtökin eru þó eflaust fegin því að vikunni sé lokið eftir annasama daga. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17 Óvænt aðstoð bjargar hræðilegri viku fyrir UFC UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. 7. apríl 2018 17:30 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Nýtt myndband af berserksgangi McGregor UFC hefur birt nýtt myndband af berserksgangi Conor McGregor í New York í fyrrakvöld þar sem sjá má eftirmála atviksins. 7. apríl 2018 20:53 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. Fyrir helgina var Conor McGregor ríkjandi léttvigtarmeistari og Tony Ferguson bráðabirgðarmeistari í léttvigt. Eftir sigur Khabib á UFC 223 í nótt hafa þeir báðir verið sviptur sínum titlum. Khabib er því eini titilhafinn í léttvigt UFC í dag. Khabib mætti Al Iaquinta í aðalbardaga kvöldsins en Khabib fékk þrjá mismunandi andstæðinga í vikunni. Upphaflega átti Khabib að mæta Tony Ferguson en þegar hann meiddist kom Max Holloway í hans stað. Holloway gat hins vegar ekki náð léttvigtarmörkunum í vigtuninni og kom Al Iaquinta því inn með rúmlega sólarhrings fyrirvara. Khabib byrjaði bardagann vel og náði Iaquinta fljótt niður. Fyrstu tvær loturnar voru naut Khabib mikilla yfirburða og var bardaginn nokkuð einhliða. Í 3. og 4. lotu stóð Khabib hins vegar allan tímann með Iaquinta sem er nokkuð sem við höfum ekki mikið séð hann gera í UFC. Khabib vann þó allar loturnar örugglega og kláraði 5. lotuna í góðri stöðu í gólfinu. Sigurinn var aldrei í vafa en Khabib vann allar fimm loturnar. Hann er þar með nýr léttvigtarmeistari UFC og spurning hvern hann fær í sinni fyrstu titilvörn. Rose Namajunas varði strávigtartitil sinn er hún sigraði fyrrum meistarann Joanna Jedrzejczyk eftir dómaraákvörðun. Joanna átti í erfiðleikum til að byrja með en komst betur inn í bardagann í 3. og 4. lotu. Namajunas innsiglaði svo sigurinn með góðri frammistöðu í 5. lotu en að mati dómara tók Namajunas fjórar af fimm lotunum. Eftir ótrúlega viku var bardagakvöldið ekki það besta sem UFC hefur boðið upp á en þó ágætis skemmtun. UFC bardagasamtökin eru þó eflaust fegin því að vikunni sé lokið eftir annasama daga. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17 Óvænt aðstoð bjargar hræðilegri viku fyrir UFC UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. 7. apríl 2018 17:30 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Nýtt myndband af berserksgangi McGregor UFC hefur birt nýtt myndband af berserksgangi Conor McGregor í New York í fyrrakvöld þar sem sjá má eftirmála atviksins. 7. apríl 2018 20:53 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59
Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17
Óvænt aðstoð bjargar hræðilegri viku fyrir UFC UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. 7. apríl 2018 17:30
Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30
Nýtt myndband af berserksgangi McGregor UFC hefur birt nýtt myndband af berserksgangi Conor McGregor í New York í fyrrakvöld þar sem sjá má eftirmála atviksins. 7. apríl 2018 20:53