Taugarnar héldu og Reed vann sitt fyrsta risamót Ísak Jasonarson skrifar 8. apríl 2018 22:45 Patrick Reed fagnar sigri í dag. Vísri/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira