„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 11:16 Frá barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) en á meðal þess sem þau Adda og Sigvaldi gagnrýna í bréfi sínu til þingmanna er BUGL. vísir/vilhelm Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. Þau gagnrýna meðal annars barna- og unglingageðdeild Landspítalans sem sinni ekki börnum í fíknivanda og bangsadeildina á Vogi þar sem börn í vanda eru með fólki á öllum aldri. Þar segja þau frá því að undanfarið hafi barátta þeirra snúist um að reyna halda lífinu í barninu þeirra. Barnaverndarkerfið hafi hins vegar algjörlega brugðist þeim, sem og öðrum börnum í svipaðri stöðu, en þau greina frá því að þau hafi byrjað að pota í kerfið árið 2016. Þau hafi lýst þungum áhyggjum af því hvernig mál væru unnin í kerfinu og hvaða úrræði væru til staðar.„Markmið kerfisins er að vernda kerfið með öllum tiltækum ráðum á kostnað barna sem þeim er ætlað að gæta“ „Okkar hugsun hefur alltaf verið að reyna að hjálpa barninu okkar og reyna að treysta á kerfi sem hefur í raun algjörlega brugðist okkur og öðrum börnum í svipaðri stöðu. Við erum búin að vera í barnaverndarkerfinu núna í nokkur ár og undanfarið hefur barátta okkar snúist um reyna að halda lífi barninu okkar. Við höfum kynnst einstaklingi sem er alltaf til staðar fyrir börnin í landinu og kemur úr fríum þegar börnin okkar eru í vanda. Hann hefur bjargað mjög mörgum börnum frá því hann hóf að leita að börnum í vanda og hefur í raun bjargað barninu okkar ansi oft og komið því í öruggt skjól, þegar það er laust pláss eða reynt að finna lausn með okkur foreldrum þegar neyðarvistun getur ekki tekið við þeim. Þessi starfsmaður er ekki starfsmaður barnaverndar, heldur er þetta Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri sem sér um leit að týndum börnum. Við byrjuðum að pota í kerfið árið 2016 og lýsa yfir þungum áhyggjum af því hvernig mál eru unnin þar og hvaða úrræði eru til staðar. Okkur varð ekki mjög ágengt í því tilfelli og í raun gáfust við bara upp eftir þau pólitísku svör sem við fengum. Á þessum tímapunkti var búið að flytja barnið okkar nokkrum sinnum á bráðamóttöku af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Í þessum ferðum á spítala voru föt klippt utan af því og annað slíkt. Já við erum að tala um meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Undanfarnar vikur og mánuði hafa Barnaverndarstofa og ákveðnir starfsmenn þar verið gagnrýnd og finnst okkur það engin furða. Við höfum verið að gagnrýna þá líka og erum óhrædd við það. Margur ráðamaðurinn hefur tekið vel á móti okkur og fengið að sjá gögn sem eru miður falleg. Móttökurnar sem við höfum fengið eru yfirleitt mjög góðar og ráðamenn eru yfirleitt í áfalli eftir hafa séð brot af gögnunum sem höfum. Aðrir eru vægast sagt ósáttir að við séum að pota í kerfið og verja núverandi ástand. Eru starfshættir í þessu kerfi eðlilegir? Nei, svo langt frá því og starfsmenn í kerfinu, bæði hjá barnavernd sveitarfélaga og starfsmenn Barnaverndarstofu þora ekki að tjá sig, því þá fá þeir að kenna á því og reynt er að gera þá ótrúverðuga, þeir eru klipptir út úr samskiptum og svona mætti lengi telja. Yfirmenn Barnaverndarstofu hafa lagt starfmenn í kerfinu í einelti og reynt koma því þannig fyrir að þeir annað hvort hrökklist úr starfi eða gefist upp og reyni að vera bara „stilltir“ í von um að geta hjálpað börnunum sem er nánast vonlaust þegar markmið kerfisins er að vernda kerfið með öllum tiltækum ráðum á kostnað barna sem þeim er ætlað að gæta,“ segja þau Adda og Sigvaldi í bréfi sínu.Þau Adda og Sigvaldi segja að einn maður sé alltaf til staðar fyrir börnin í landinu og það sé Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, sem leitar að týndum börnum.vísirSegja foreldra barna í vanda ekki leggja í slaginn Þau segja foreldra og starfsmenn í kerfinu ekki að þora að standa upp og mótmæla því svo oft sé búið að brjóta á þeim og vaða yfir þá. Foreldrar barna í vanda leggi einfaldlega ekki í þennan slag því börnin þeirra séu í kerfinu og foreldrarnir vilja vernda þau. „Mörg hver þurftu hjálp frá kerfinu fyrir mörgum árum og mörg hver eru að bíða eftir hjálp. Við skulum reyna að standa saman og hjálpa þeim, börn í vanda eiga að fá viðeigandi hjálp. Við erum alltaf að hrósa okkur hvað við höfum það gott, en málið er að við erum að brjóta lög, reglur og verkferla á börnum í vanda. Við höfum átt góða fundi með Ásmundi Einari ráðherra og Halldóru Mogensen formanni velferðarnefndar sem og öðrum þingkonum og þingmönnum. Út frá því þá sjáum við að við eigum mikið af góðu fólki inni í stjórnkerfinu og í ráðuneytunum sem við höfum hitt. Úrræðið sem var tilkynnt um á föstudaginn, er góð byrjun en við þurfum að gera betur og gott væri vinna saman að lausnum í kerfunum og standa við bakið á hvort öðru. En við þurfum að vera samstillt og vinna saman í því að gera kerfin okkar miklu betri, því að við getum það með því að standa saman. Þetta á ekki bara við félagsmálakerfið, heldur líka um heilbrigðis- og menntakerfið, því við erum greinilega að gera eitthvað vitlaust þegar vandamálin hlaðast upp hjá okkur Íslendingu,“ segir í bréfinu en það má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Háttvirtu Alþingismenn og Alþingiskonur,Við erum foreldrar barns í barnaverndarkerfinu og höfum séð ýmislegt í því og vitum um margt sem er verulega ábótavant, bæði varðandi rekstur heimila og meðferð sem börn eru að fá. Markmið okkar er ekki að ráðast á starfsmenn í kerfinu, en því miður er ekki hægt að undanskilja þá. Margur starfsmaðurinn hefur reynst foreldrum frábærlega og er að biðja foreldra um að berjast fyrir úrbótum á kerfinu.Við lögðum af stað í þessa vegferð við það að reyna að halda lífi í barninu okkar.Okkar hugsun hefur alltaf verið að reyna að hjálpa barninu okkar og reyna að treysta á kerfi sem hefur í raun algjörlega brugðist okkur og öðrum börnum í svipaðri stöðu. Við erum búin að vera í barnaverndarkerfinu núna í nokkur ár og undanfarið hefur barátta okkar snúist um reyna að halda lífi barninu okkar. Við höfum kynnst einstaklingi sem er alltaf til staðar fyrir börnin í landinu og kemur úr fríum þegar börnin okkar eru í vanda. Hann hefur bjargað mjög mörgum börnum frá því hann hóf að leita að börnum í vanda og hefur í raun bjargað barninu okkar ansi oft og komið því í öruggt skjól, þegar það er laust pláss eða reynt að finna lausn með okkur foreldrum þegar neyðarvistun getur ekki tekið við þeim. Þessi starfsmaður er ekki starfsmaður barnaverndar, heldur er þetta Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri sem sér um leit að týndum börnum.Við byrjuðum að pota í kerfið árið 2016 og lýsa yfir þungum áhyggjum af því hvernig mál eru unnin þar og hvaða úrræði eru til staðar. Okkur varð ekki mjög ágengt í því tilfelli og í raun gáfust við bara upp eftir þau pólitísku svör sem við fengum. Á þessum tímapunkti var búið að flytja barnið okkar nokkrum sinnum á bráðamóttöku af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Í þessum ferðum á spítala voru föt klippt utan af því og annað slíkt. Já við erum að tala um meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu.Undanfarnar vikur og mánuði hafa Barnaverndarstofa og ákveðnir starfsmenn þar verið gagnrýnd og finnst okkur það engin furða. Við höfum verið að gagnrýna þá líka og erum óhrædd við það. Margur ráðamaðurinn hefur tekið vel á móti okkur og fengið að sjá gögn sem eru miður falleg. Móttökurnar sem við höfum fengið eru yfirleitt mjög góðar og ráðamenn eru yfirleitt í áfalli eftir hafa séð brot af gögnunum sem höfum. Aðrir eru vægast sagt ósáttir að við séum að pota í kerfið og verja núverandi ástand.Eru starfshættir í þessu kerfi eðlilegir? Nei, svo langt frá því og starfsmenn í kerfinu, bæði hjá barnavernd sveitarfélaga og starfsmenn Barnaverndarstofu þora ekki að tjá sig, því þá fá þeir að kenna á því og reynt er að gera þá ótrúverðuga, þeir eru klipptir út úr samskiptum og svona mætti lengi telja.Yfirmenn Barnaverndarstofu hafa lagt starfmenn í kerfinu í einelti og reynt koma því þannig fyrir að þeir annað hvort hrökklist úr starfi eða gefist upp og reyni að vera bara „stilltir“ í von um að geta hjálpað börnunum sem er nánast vonlaust þegar markmið kerfisins er að vernda kerfið með öllum tiltækum ráðum á kostnað barna sem þeim er ætlað að gæta.Auðvitað þora foreldrar og starfsmenn í kerfinu ekki að standa upp og mótmæla þessari vitleysu sem er í gangi. Ástæðan er einföld, það er búið að brjóta svo oft á þeim og vaða yfir þau. Foreldrar með börn í vanda leggja ekki í þennan slag þar sem þau eru með barn í kerfinu og vilja reyna að vernda það.Það er mjög nauðsynlegt að taka til í kerfinu en að færa yfirmenn frá Barnaverndarstofu inn í velferðarráðuneyti til þess að endurskoða sína eigin verkferla er ekki skynsamlegt þar sem ekki hefur verið mikill vilji til þess að breyta hlutum til hins betra hingað til. Þetta mál snýst ekki um ákveðna yfirmenn, heldur snýst þetta um börnin sem eru í þessu kerfi. Barnaverndarstofa hefur eflaust gert ýmislegt gott í sínum störfum eins og Barnahús en sá gustur sem hefur verið í gangi um yfirstjórn og aðra starfsmenn Barnaverndarstofu er frekar alvarlegur og virðist ekki vera að minnka.Nú skulum við ræða málin eins og þau eru og veita börnum þá virðingu sem þau eiga skilið.Mörg hver þurftu hjálp frá kerfinu fyrir mörgum árum og mörg hver eru að bíða eftir hjálp. Við skulum reyna að standa saman og hjálpa þeim, börn í vanda eiga að fá viðeigandi hjálp. Við erum alltaf að hrósa okkur hvað við höfum það gott, en málið er að við erum að brjóta lög, reglur og verkferla á börnum í vanda.Við höfum átt góða fundi með Ásmundi Einari ráðherra og Halldóru Mogensen formanni velferðarnefndar sem og öðrum þingkonum og þingmönnum. Út frá því þá sjáum við að við eigum mikið af góðu fólki inni í stjórnkerfinu og í ráðuneytunum sem við höfum hitt. Úrræðið sem var tilkynnt um á föstudaginn, er góð byrjun en við þurfum að gera betur og gott væri vinna saman að lausnum í kerfunum og standa við bakið á hvort öðru. En við þurfum að vera samstillt og vinna saman í því að gera kerfin okkar miklu betri, því að við getum það með því að standa saman.Þetta á ekki bara við félagsmálakerfið, heldur líka um heilbrigðis- og menntakerfið, því við erum greinilega að gera eitthvað vitlaust þegar vandamálin hlaðast upp hjá okkur Íslendingum.Kerfin eru mörg og það er mjög gott að geta bent á þetta kerfið eða hitt kerfið að það eigi að sjá um þetta. En því miður eru kerfin okkar ekki að vinna saman og mjög mikill rígur á milli þeirra og notendur þeirra eru að líða fyrir það og kostnaður þjóðfélagsins verður miklu meiri fyrir vikið.Kostnaður er ekki bara sá sem ríkið og sveitarfélög þurfa að leggja út, heldur er mjög algengt að fólk í okkar stöðu missi heilsu út af álagi og öðrum þáttum sem við ætlum ekki að lista upp hérna, en þá missir ríkið skattgreiðendur og keðjuverkunin hefst.Börn í vanda eiga foreldra, systkini og fjölskyldur sem þetta hefur gríðarleg áhrif á og vindur oft upp á sig. Systkini barna í vanda eiga ekki mjög auðvelt líf og þurfa þau að upplifa hluti sem ekkert barn á að þurfa að horfa upp á og hvað þá að hafa þær áhyggjur sem þau hafa af systkinum sínum og foreldrum.Börn í vanda hafa fáa til að leita til og til dæmis þá voru um síðustu áramót 463 börn í fóstri og þau hafa engan óháðan aðila til að leita til ef eitthvað er að.Börn í vanda sem fara inn á bangsadeildina á Vogi, eru með fólki á öllum aldri og við erum að tala um börn niður í 11 ára sem eru þar, margt misgott sem getur gerst í þessum samskiptum. Tólf ára stúlka á t.d. enga samleið með eldri sjúklingum. Brot gegn barni var framið þar fyrir stuttu síðan og er á borði lögreglu í dag.Börn í vanda sem reyna að svipta sig lífi fá litla sem enga aðstoð frá heilbrigðiskerfinu og BUGL. (Erum með mörg skuggaleg dæmi í því sambandi)Börn í fíknivanda er ekki sinnt af BUGL, þeim er vísað frá og stundum reynt að koma þeim inn á fíknigeðdeild / gjörgæslu geðdeild með fullorðnum á meðan þau eru í sem mestri hættu á að skaða sig.Börn í vanda eru með fjölþættan vanda og blöndun í þessum úrræðum / stofnunum er til skammar: Aldur þessara barna er frá 11 – 18 ára, sem eiga enga samleið. En samt er þetta gert.Börn í vanda hafa verið inni á stofnunum í fleiri hundruð daga án þess að fá faglega aðstoð.Börn í vanda eru ekki að fá viðeigandi hjálp í skólakerfinu og skólastjórnendur segja þetta bara við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónusta er ekki til staðar.Og við getum haldið áfram endalaust, en það er ekki markmiðið, því börn þurfa aðstoð og það strax.Við erum heimsmeistarar í mörgu eins og greiningum, lyfjaútskriftum og hægt er að telja lengi upp en við foreldrar og þið þingmenn / þingkonur vitið líka hvað við erum að benda á . Þessi heimsmet eru ekki að hjálpa börnum okkar nema að þau fái viðeigandi hjálp, en ekki geymslu eða vona að allt hverfi með því að gera ekki neitt.Við þurfum að skoða framtíðarsýn okkar og hvort við ætlum að jafna kjör og líðan þeirra sem búa í þessu ástkæra landi okkar. Það er fullt af peningum í þessum kerfum okkar en þeir eru ekki að nýtast rétt að okkar mati, við erum í mörgum tilfellum að kasta krónunni en spara aurinn. Sú hagfræði og fjármálastjórn hefur aldrei gengið upp og mun ekki ganga upp.Varðandi framtíðina, þá er hún í börnunum okkar og ef við styðjum þau ekki og hjálpum þeim þá er nú lítil framtíð í gangi.Virðingarfyllst,Sigvaldi SigurbjörnssonAdda S. Jóhannsdóttir PS. Við erum ekki sérfræðingar í þessu en erum komin með þokkalega reynslu og erum til í að ræða við þingið, ráðherra, þingmenn og þingkonur. Að ræða kerfið er í raun sér pistill eða umræða og vonandi getum við komið inn á það með ykkur eins og við höfum rætt og ritað við nokkra ráðamenn. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Guðmundur Felixsson aðalvarðstjóri hefur leitað að hátt í 90 börnum á þessu ári. 8. apríl 2018 14:16 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. Þau gagnrýna meðal annars barna- og unglingageðdeild Landspítalans sem sinni ekki börnum í fíknivanda og bangsadeildina á Vogi þar sem börn í vanda eru með fólki á öllum aldri. Þar segja þau frá því að undanfarið hafi barátta þeirra snúist um að reyna halda lífinu í barninu þeirra. Barnaverndarkerfið hafi hins vegar algjörlega brugðist þeim, sem og öðrum börnum í svipaðri stöðu, en þau greina frá því að þau hafi byrjað að pota í kerfið árið 2016. Þau hafi lýst þungum áhyggjum af því hvernig mál væru unnin í kerfinu og hvaða úrræði væru til staðar.„Markmið kerfisins er að vernda kerfið með öllum tiltækum ráðum á kostnað barna sem þeim er ætlað að gæta“ „Okkar hugsun hefur alltaf verið að reyna að hjálpa barninu okkar og reyna að treysta á kerfi sem hefur í raun algjörlega brugðist okkur og öðrum börnum í svipaðri stöðu. Við erum búin að vera í barnaverndarkerfinu núna í nokkur ár og undanfarið hefur barátta okkar snúist um reyna að halda lífi barninu okkar. Við höfum kynnst einstaklingi sem er alltaf til staðar fyrir börnin í landinu og kemur úr fríum þegar börnin okkar eru í vanda. Hann hefur bjargað mjög mörgum börnum frá því hann hóf að leita að börnum í vanda og hefur í raun bjargað barninu okkar ansi oft og komið því í öruggt skjól, þegar það er laust pláss eða reynt að finna lausn með okkur foreldrum þegar neyðarvistun getur ekki tekið við þeim. Þessi starfsmaður er ekki starfsmaður barnaverndar, heldur er þetta Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri sem sér um leit að týndum börnum. Við byrjuðum að pota í kerfið árið 2016 og lýsa yfir þungum áhyggjum af því hvernig mál eru unnin þar og hvaða úrræði eru til staðar. Okkur varð ekki mjög ágengt í því tilfelli og í raun gáfust við bara upp eftir þau pólitísku svör sem við fengum. Á þessum tímapunkti var búið að flytja barnið okkar nokkrum sinnum á bráðamóttöku af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Í þessum ferðum á spítala voru föt klippt utan af því og annað slíkt. Já við erum að tala um meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Undanfarnar vikur og mánuði hafa Barnaverndarstofa og ákveðnir starfsmenn þar verið gagnrýnd og finnst okkur það engin furða. Við höfum verið að gagnrýna þá líka og erum óhrædd við það. Margur ráðamaðurinn hefur tekið vel á móti okkur og fengið að sjá gögn sem eru miður falleg. Móttökurnar sem við höfum fengið eru yfirleitt mjög góðar og ráðamenn eru yfirleitt í áfalli eftir hafa séð brot af gögnunum sem höfum. Aðrir eru vægast sagt ósáttir að við séum að pota í kerfið og verja núverandi ástand. Eru starfshættir í þessu kerfi eðlilegir? Nei, svo langt frá því og starfsmenn í kerfinu, bæði hjá barnavernd sveitarfélaga og starfsmenn Barnaverndarstofu þora ekki að tjá sig, því þá fá þeir að kenna á því og reynt er að gera þá ótrúverðuga, þeir eru klipptir út úr samskiptum og svona mætti lengi telja. Yfirmenn Barnaverndarstofu hafa lagt starfmenn í kerfinu í einelti og reynt koma því þannig fyrir að þeir annað hvort hrökklist úr starfi eða gefist upp og reyni að vera bara „stilltir“ í von um að geta hjálpað börnunum sem er nánast vonlaust þegar markmið kerfisins er að vernda kerfið með öllum tiltækum ráðum á kostnað barna sem þeim er ætlað að gæta,“ segja þau Adda og Sigvaldi í bréfi sínu.Þau Adda og Sigvaldi segja að einn maður sé alltaf til staðar fyrir börnin í landinu og það sé Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, sem leitar að týndum börnum.vísirSegja foreldra barna í vanda ekki leggja í slaginn Þau segja foreldra og starfsmenn í kerfinu ekki að þora að standa upp og mótmæla því svo oft sé búið að brjóta á þeim og vaða yfir þá. Foreldrar barna í vanda leggi einfaldlega ekki í þennan slag því börnin þeirra séu í kerfinu og foreldrarnir vilja vernda þau. „Mörg hver þurftu hjálp frá kerfinu fyrir mörgum árum og mörg hver eru að bíða eftir hjálp. Við skulum reyna að standa saman og hjálpa þeim, börn í vanda eiga að fá viðeigandi hjálp. Við erum alltaf að hrósa okkur hvað við höfum það gott, en málið er að við erum að brjóta lög, reglur og verkferla á börnum í vanda. Við höfum átt góða fundi með Ásmundi Einari ráðherra og Halldóru Mogensen formanni velferðarnefndar sem og öðrum þingkonum og þingmönnum. Út frá því þá sjáum við að við eigum mikið af góðu fólki inni í stjórnkerfinu og í ráðuneytunum sem við höfum hitt. Úrræðið sem var tilkynnt um á föstudaginn, er góð byrjun en við þurfum að gera betur og gott væri vinna saman að lausnum í kerfunum og standa við bakið á hvort öðru. En við þurfum að vera samstillt og vinna saman í því að gera kerfin okkar miklu betri, því að við getum það með því að standa saman. Þetta á ekki bara við félagsmálakerfið, heldur líka um heilbrigðis- og menntakerfið, því við erum greinilega að gera eitthvað vitlaust þegar vandamálin hlaðast upp hjá okkur Íslendingu,“ segir í bréfinu en það má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Háttvirtu Alþingismenn og Alþingiskonur,Við erum foreldrar barns í barnaverndarkerfinu og höfum séð ýmislegt í því og vitum um margt sem er verulega ábótavant, bæði varðandi rekstur heimila og meðferð sem börn eru að fá. Markmið okkar er ekki að ráðast á starfsmenn í kerfinu, en því miður er ekki hægt að undanskilja þá. Margur starfsmaðurinn hefur reynst foreldrum frábærlega og er að biðja foreldra um að berjast fyrir úrbótum á kerfinu.Við lögðum af stað í þessa vegferð við það að reyna að halda lífi í barninu okkar.Okkar hugsun hefur alltaf verið að reyna að hjálpa barninu okkar og reyna að treysta á kerfi sem hefur í raun algjörlega brugðist okkur og öðrum börnum í svipaðri stöðu. Við erum búin að vera í barnaverndarkerfinu núna í nokkur ár og undanfarið hefur barátta okkar snúist um reyna að halda lífi barninu okkar. Við höfum kynnst einstaklingi sem er alltaf til staðar fyrir börnin í landinu og kemur úr fríum þegar börnin okkar eru í vanda. Hann hefur bjargað mjög mörgum börnum frá því hann hóf að leita að börnum í vanda og hefur í raun bjargað barninu okkar ansi oft og komið því í öruggt skjól, þegar það er laust pláss eða reynt að finna lausn með okkur foreldrum þegar neyðarvistun getur ekki tekið við þeim. Þessi starfsmaður er ekki starfsmaður barnaverndar, heldur er þetta Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri sem sér um leit að týndum börnum.Við byrjuðum að pota í kerfið árið 2016 og lýsa yfir þungum áhyggjum af því hvernig mál eru unnin þar og hvaða úrræði eru til staðar. Okkur varð ekki mjög ágengt í því tilfelli og í raun gáfust við bara upp eftir þau pólitísku svör sem við fengum. Á þessum tímapunkti var búið að flytja barnið okkar nokkrum sinnum á bráðamóttöku af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Í þessum ferðum á spítala voru föt klippt utan af því og annað slíkt. Já við erum að tala um meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu.Undanfarnar vikur og mánuði hafa Barnaverndarstofa og ákveðnir starfsmenn þar verið gagnrýnd og finnst okkur það engin furða. Við höfum verið að gagnrýna þá líka og erum óhrædd við það. Margur ráðamaðurinn hefur tekið vel á móti okkur og fengið að sjá gögn sem eru miður falleg. Móttökurnar sem við höfum fengið eru yfirleitt mjög góðar og ráðamenn eru yfirleitt í áfalli eftir hafa séð brot af gögnunum sem höfum. Aðrir eru vægast sagt ósáttir að við séum að pota í kerfið og verja núverandi ástand.Eru starfshættir í þessu kerfi eðlilegir? Nei, svo langt frá því og starfsmenn í kerfinu, bæði hjá barnavernd sveitarfélaga og starfsmenn Barnaverndarstofu þora ekki að tjá sig, því þá fá þeir að kenna á því og reynt er að gera þá ótrúverðuga, þeir eru klipptir út úr samskiptum og svona mætti lengi telja.Yfirmenn Barnaverndarstofu hafa lagt starfmenn í kerfinu í einelti og reynt koma því þannig fyrir að þeir annað hvort hrökklist úr starfi eða gefist upp og reyni að vera bara „stilltir“ í von um að geta hjálpað börnunum sem er nánast vonlaust þegar markmið kerfisins er að vernda kerfið með öllum tiltækum ráðum á kostnað barna sem þeim er ætlað að gæta.Auðvitað þora foreldrar og starfsmenn í kerfinu ekki að standa upp og mótmæla þessari vitleysu sem er í gangi. Ástæðan er einföld, það er búið að brjóta svo oft á þeim og vaða yfir þau. Foreldrar með börn í vanda leggja ekki í þennan slag þar sem þau eru með barn í kerfinu og vilja reyna að vernda það.Það er mjög nauðsynlegt að taka til í kerfinu en að færa yfirmenn frá Barnaverndarstofu inn í velferðarráðuneyti til þess að endurskoða sína eigin verkferla er ekki skynsamlegt þar sem ekki hefur verið mikill vilji til þess að breyta hlutum til hins betra hingað til. Þetta mál snýst ekki um ákveðna yfirmenn, heldur snýst þetta um börnin sem eru í þessu kerfi. Barnaverndarstofa hefur eflaust gert ýmislegt gott í sínum störfum eins og Barnahús en sá gustur sem hefur verið í gangi um yfirstjórn og aðra starfsmenn Barnaverndarstofu er frekar alvarlegur og virðist ekki vera að minnka.Nú skulum við ræða málin eins og þau eru og veita börnum þá virðingu sem þau eiga skilið.Mörg hver þurftu hjálp frá kerfinu fyrir mörgum árum og mörg hver eru að bíða eftir hjálp. Við skulum reyna að standa saman og hjálpa þeim, börn í vanda eiga að fá viðeigandi hjálp. Við erum alltaf að hrósa okkur hvað við höfum það gott, en málið er að við erum að brjóta lög, reglur og verkferla á börnum í vanda.Við höfum átt góða fundi með Ásmundi Einari ráðherra og Halldóru Mogensen formanni velferðarnefndar sem og öðrum þingkonum og þingmönnum. Út frá því þá sjáum við að við eigum mikið af góðu fólki inni í stjórnkerfinu og í ráðuneytunum sem við höfum hitt. Úrræðið sem var tilkynnt um á föstudaginn, er góð byrjun en við þurfum að gera betur og gott væri vinna saman að lausnum í kerfunum og standa við bakið á hvort öðru. En við þurfum að vera samstillt og vinna saman í því að gera kerfin okkar miklu betri, því að við getum það með því að standa saman.Þetta á ekki bara við félagsmálakerfið, heldur líka um heilbrigðis- og menntakerfið, því við erum greinilega að gera eitthvað vitlaust þegar vandamálin hlaðast upp hjá okkur Íslendingum.Kerfin eru mörg og það er mjög gott að geta bent á þetta kerfið eða hitt kerfið að það eigi að sjá um þetta. En því miður eru kerfin okkar ekki að vinna saman og mjög mikill rígur á milli þeirra og notendur þeirra eru að líða fyrir það og kostnaður þjóðfélagsins verður miklu meiri fyrir vikið.Kostnaður er ekki bara sá sem ríkið og sveitarfélög þurfa að leggja út, heldur er mjög algengt að fólk í okkar stöðu missi heilsu út af álagi og öðrum þáttum sem við ætlum ekki að lista upp hérna, en þá missir ríkið skattgreiðendur og keðjuverkunin hefst.Börn í vanda eiga foreldra, systkini og fjölskyldur sem þetta hefur gríðarleg áhrif á og vindur oft upp á sig. Systkini barna í vanda eiga ekki mjög auðvelt líf og þurfa þau að upplifa hluti sem ekkert barn á að þurfa að horfa upp á og hvað þá að hafa þær áhyggjur sem þau hafa af systkinum sínum og foreldrum.Börn í vanda hafa fáa til að leita til og til dæmis þá voru um síðustu áramót 463 börn í fóstri og þau hafa engan óháðan aðila til að leita til ef eitthvað er að.Börn í vanda sem fara inn á bangsadeildina á Vogi, eru með fólki á öllum aldri og við erum að tala um börn niður í 11 ára sem eru þar, margt misgott sem getur gerst í þessum samskiptum. Tólf ára stúlka á t.d. enga samleið með eldri sjúklingum. Brot gegn barni var framið þar fyrir stuttu síðan og er á borði lögreglu í dag.Börn í vanda sem reyna að svipta sig lífi fá litla sem enga aðstoð frá heilbrigðiskerfinu og BUGL. (Erum með mörg skuggaleg dæmi í því sambandi)Börn í fíknivanda er ekki sinnt af BUGL, þeim er vísað frá og stundum reynt að koma þeim inn á fíknigeðdeild / gjörgæslu geðdeild með fullorðnum á meðan þau eru í sem mestri hættu á að skaða sig.Börn í vanda eru með fjölþættan vanda og blöndun í þessum úrræðum / stofnunum er til skammar: Aldur þessara barna er frá 11 – 18 ára, sem eiga enga samleið. En samt er þetta gert.Börn í vanda hafa verið inni á stofnunum í fleiri hundruð daga án þess að fá faglega aðstoð.Börn í vanda eru ekki að fá viðeigandi hjálp í skólakerfinu og skólastjórnendur segja þetta bara við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónusta er ekki til staðar.Og við getum haldið áfram endalaust, en það er ekki markmiðið, því börn þurfa aðstoð og það strax.Við erum heimsmeistarar í mörgu eins og greiningum, lyfjaútskriftum og hægt er að telja lengi upp en við foreldrar og þið þingmenn / þingkonur vitið líka hvað við erum að benda á . Þessi heimsmet eru ekki að hjálpa börnum okkar nema að þau fái viðeigandi hjálp, en ekki geymslu eða vona að allt hverfi með því að gera ekki neitt.Við þurfum að skoða framtíðarsýn okkar og hvort við ætlum að jafna kjör og líðan þeirra sem búa í þessu ástkæra landi okkar. Það er fullt af peningum í þessum kerfum okkar en þeir eru ekki að nýtast rétt að okkar mati, við erum í mörgum tilfellum að kasta krónunni en spara aurinn. Sú hagfræði og fjármálastjórn hefur aldrei gengið upp og mun ekki ganga upp.Varðandi framtíðina, þá er hún í börnunum okkar og ef við styðjum þau ekki og hjálpum þeim þá er nú lítil framtíð í gangi.Virðingarfyllst,Sigvaldi SigurbjörnssonAdda S. Jóhannsdóttir PS. Við erum ekki sérfræðingar í þessu en erum komin með þokkalega reynslu og erum til í að ræða við þingið, ráðherra, þingmenn og þingkonur. Að ræða kerfið er í raun sér pistill eða umræða og vonandi getum við komið inn á það með ykkur eins og við höfum rætt og ritað við nokkra ráðamenn.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Guðmundur Felixsson aðalvarðstjóri hefur leitað að hátt í 90 börnum á þessu ári. 8. apríl 2018 14:16 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Guðmundur Felixsson aðalvarðstjóri hefur leitað að hátt í 90 börnum á þessu ári. 8. apríl 2018 14:16
Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12