Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 19:54 Frá vettvangi í Árnessýslu þann 31. mars. Vísir/Magnús Hlynur Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. Þá sagðist hann í símtalinu hafa haldið að greiðst hefði úr málinu en „fljótt á litið væri hann bara morðingi“. Lögregla telur síðari framburð kærða, sem fram kom við skýrslutöku, ótrúverðugan og ekki í samræmi við tilkynningu mannsins til lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um gæsluvarðhald yfir manninum en hann kærði úrskurðinn til Landsréttar, sem staðfesti úrskurðinn. Úrskurðirnir voru báðir birtir á vef réttarins í dag, sama dag og gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt um fjórar vikur.Sagði að komið hefði til átaka eftir drykkju Í úrskurðinum á vef Landsréttar kemur fram að lögreglu hafi borist símtal í gegnum Neyðarlínu klukkan 08:58 að morgni 31. mars síðastliðinn þar sem maðurinn hafi tilkynnt að bróðir hans væri látinn á heimili mannsins, sem er að Gýgjarhóli II í Árnessýslu. Í símtalinu á maðurinn að hafa lýst því hvernig bræðurnir hafi lent í átökum kvöldið áður eftir að hafa setið við drykkju á heimilinu. Maðurinn sagði minni sitt af atburðunum óljóst en hinn látni hafi orðið brjálaður, þeir tekist á, en svo hafi rjátlað af hinum látna. Þá sagði maðurinn að í minningunni væri hann ekki sökudólgurinn, hann hafi talið að greiðst hefði úr þessu um nóttina en fljótt á litið væri hann bara morðingi.Sjá einnig: Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar Kom blóðugur til dyra Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins. Blóðrák var á höfði mannsins sem lá frá hvirfli og þvert yfir enni hans. Hægri hönd hans var sjáanlega blóðug, bæði á handarbaki og á fingrum. Þá má sjá af myndum sem lögregla tók af andliti mannsins að blóðslettur voru um allt andlit hans. Þá hafi einnig verið áverkar á höfði mannsins. Gleraugu mannsins við fætur hins látna Hinn látni lá á þvottahúsgólfi, að því er fram kom í frumskýrslu lögreglu, þar sem töluvert blóð lá frá höfði hans. Stór bogalaga skurður var á vinstra gagnauga hans, efri vör var bólgin og töluvert blóð á andliti hans. Við fyrstu skoðun voru aðrir áverkar á líkama og búk ekki sjáanlegir en þegar fötum var lyft af hinum látna mátti sjá hvar líkblettir voru farnir að myndast. Gleraugu kærða lágu við fætur hins látna. Þriðji bróðirinn ekki talinn eiga aðild að málinu Í framburði þriðja bróðurins, sem einnig var á vettvangi umrætt kvöld og nótt, kemur fram að hann hafi lagst til hvílu um klukkan 22 og ekki orðið var við neitt fyrr en hann vaknaði morguninn eftir. Þá hafi bróðir hans tilkynnt honum að bróðir þeirra væri látinn og bað um síma hans til að hringja í Neyðarlínu, sem hann svo gerði. Í úrskurðinum kemur fram að framburður þriðja bróðurins um að hann hafi ekki átt þátt í andláti hins látna þyki trúverðugur.Lögregla að störfum á vettvangi.Vísir/Magnús hlynurFramburður mannsins ekki í samræmi við Neyðarlínusímtalið Í skýrslu sem lögregla tók af manninum, sem grunaður er um aðild að andláti bróður síns, segir að hann og hinn látni hafi setið áfram við mikla drykkju eftir að þriðji bróðirinn dró sig til hlés. Maðurinn ber við minnisleysi um það sem á að hafa farið milli þeirra en peningalán hins látna hafi þó borið á góma. Maðurinn gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna áverkar og blóð voru á honum þegar lögreglu bar að garði. Hann kvaðst ekki muna eftir því að átök hafi átt sér stað um nóttina og sagðist hafa vaknað klæddur í rúmi sínu um morguninn. Þá hafi honum brugðið í brún þegar hann sá bróður sinn liggja látinn á gólfi þvottahússins. Að mati lögreglu bera ummerki á vettvangi það með sér að til átaka hafi komið. Mat lögreglu um að til átaka hafi komið fá auk þess stoð í fyrirliggjandi hljóðupptöku af símtali mannsins við lögreglu þar sem hann lýsi því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra, hann hafi verið „rammblóðugur á hægri hönd og blóðrisa í andliti og að það væri smekksatriði hvort litið yrði á þetta atvik sem morð,“ segir enn fremur í úrskurði. Þá telur lögregla framburð kærða ótrúverðugan og ekki í samræmi við hans eigin frásögn af atburðum þegar hann tilkynnti um atvikið til lögreglu. Þannig hafi kærði dregið úr í öllum meginatriðum í framburði hjá lögreglu, ekki kannast við átök þau sem hann sjálfur hafi lýst í símtali við lögreglu og kallað þar slagsmál.Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum um helgina ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar við yfirheyrslur hjá lögreglu. 4. apríl 2018 10:44 Áverkar á líki mannsins sem leiddu hann til dauða Fyrir liggur bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki manns sem fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars s.l. 3. apríl 2018 13:14 Fjögurra vikna gæsla vegna gruns um manndráp Karlmaður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana. 9. apríl 2018 16:27 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. Þá sagðist hann í símtalinu hafa haldið að greiðst hefði úr málinu en „fljótt á litið væri hann bara morðingi“. Lögregla telur síðari framburð kærða, sem fram kom við skýrslutöku, ótrúverðugan og ekki í samræmi við tilkynningu mannsins til lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um gæsluvarðhald yfir manninum en hann kærði úrskurðinn til Landsréttar, sem staðfesti úrskurðinn. Úrskurðirnir voru báðir birtir á vef réttarins í dag, sama dag og gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt um fjórar vikur.Sagði að komið hefði til átaka eftir drykkju Í úrskurðinum á vef Landsréttar kemur fram að lögreglu hafi borist símtal í gegnum Neyðarlínu klukkan 08:58 að morgni 31. mars síðastliðinn þar sem maðurinn hafi tilkynnt að bróðir hans væri látinn á heimili mannsins, sem er að Gýgjarhóli II í Árnessýslu. Í símtalinu á maðurinn að hafa lýst því hvernig bræðurnir hafi lent í átökum kvöldið áður eftir að hafa setið við drykkju á heimilinu. Maðurinn sagði minni sitt af atburðunum óljóst en hinn látni hafi orðið brjálaður, þeir tekist á, en svo hafi rjátlað af hinum látna. Þá sagði maðurinn að í minningunni væri hann ekki sökudólgurinn, hann hafi talið að greiðst hefði úr þessu um nóttina en fljótt á litið væri hann bara morðingi.Sjá einnig: Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar Kom blóðugur til dyra Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins. Blóðrák var á höfði mannsins sem lá frá hvirfli og þvert yfir enni hans. Hægri hönd hans var sjáanlega blóðug, bæði á handarbaki og á fingrum. Þá má sjá af myndum sem lögregla tók af andliti mannsins að blóðslettur voru um allt andlit hans. Þá hafi einnig verið áverkar á höfði mannsins. Gleraugu mannsins við fætur hins látna Hinn látni lá á þvottahúsgólfi, að því er fram kom í frumskýrslu lögreglu, þar sem töluvert blóð lá frá höfði hans. Stór bogalaga skurður var á vinstra gagnauga hans, efri vör var bólgin og töluvert blóð á andliti hans. Við fyrstu skoðun voru aðrir áverkar á líkama og búk ekki sjáanlegir en þegar fötum var lyft af hinum látna mátti sjá hvar líkblettir voru farnir að myndast. Gleraugu kærða lágu við fætur hins látna. Þriðji bróðirinn ekki talinn eiga aðild að málinu Í framburði þriðja bróðurins, sem einnig var á vettvangi umrætt kvöld og nótt, kemur fram að hann hafi lagst til hvílu um klukkan 22 og ekki orðið var við neitt fyrr en hann vaknaði morguninn eftir. Þá hafi bróðir hans tilkynnt honum að bróðir þeirra væri látinn og bað um síma hans til að hringja í Neyðarlínu, sem hann svo gerði. Í úrskurðinum kemur fram að framburður þriðja bróðurins um að hann hafi ekki átt þátt í andláti hins látna þyki trúverðugur.Lögregla að störfum á vettvangi.Vísir/Magnús hlynurFramburður mannsins ekki í samræmi við Neyðarlínusímtalið Í skýrslu sem lögregla tók af manninum, sem grunaður er um aðild að andláti bróður síns, segir að hann og hinn látni hafi setið áfram við mikla drykkju eftir að þriðji bróðirinn dró sig til hlés. Maðurinn ber við minnisleysi um það sem á að hafa farið milli þeirra en peningalán hins látna hafi þó borið á góma. Maðurinn gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna áverkar og blóð voru á honum þegar lögreglu bar að garði. Hann kvaðst ekki muna eftir því að átök hafi átt sér stað um nóttina og sagðist hafa vaknað klæddur í rúmi sínu um morguninn. Þá hafi honum brugðið í brún þegar hann sá bróður sinn liggja látinn á gólfi þvottahússins. Að mati lögreglu bera ummerki á vettvangi það með sér að til átaka hafi komið. Mat lögreglu um að til átaka hafi komið fá auk þess stoð í fyrirliggjandi hljóðupptöku af símtali mannsins við lögreglu þar sem hann lýsi því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra, hann hafi verið „rammblóðugur á hægri hönd og blóðrisa í andliti og að það væri smekksatriði hvort litið yrði á þetta atvik sem morð,“ segir enn fremur í úrskurði. Þá telur lögregla framburð kærða ótrúverðugan og ekki í samræmi við hans eigin frásögn af atburðum þegar hann tilkynnti um atvikið til lögreglu. Þannig hafi kærði dregið úr í öllum meginatriðum í framburði hjá lögreglu, ekki kannast við átök þau sem hann sjálfur hafi lýst í símtali við lögreglu og kallað þar slagsmál.Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum um helgina ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar við yfirheyrslur hjá lögreglu. 4. apríl 2018 10:44 Áverkar á líki mannsins sem leiddu hann til dauða Fyrir liggur bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki manns sem fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars s.l. 3. apríl 2018 13:14 Fjögurra vikna gæsla vegna gruns um manndráp Karlmaður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana. 9. apríl 2018 16:27 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum um helgina ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar við yfirheyrslur hjá lögreglu. 4. apríl 2018 10:44
Áverkar á líki mannsins sem leiddu hann til dauða Fyrir liggur bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki manns sem fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars s.l. 3. apríl 2018 13:14
Fjögurra vikna gæsla vegna gruns um manndráp Karlmaður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana. 9. apríl 2018 16:27
Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent