Styrmir kemur Áslaugu til varnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2018 15:41 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tekur undir með gagnrýni Áslaugar Friðriksdóttur á Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/GVA „Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00