Tók ekki þátt í sandkassaleik þjálfarans Hjörvar Ólafsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira