Formúla 1

Hamilton segist aldrei hafa keyrt fullkominn hring

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewis Hamilton reynir að verja titilinn. Keppnistímabilið hefst um helgina.
Lewis Hamilton reynir að verja titilinn. Keppnistímabilið hefst um helgina. vísir/getty
Lewis Hamilton, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum, segir að hann hafi aldrei keyrt hinn fullkomna hring í formúlunni og að hann myndi ekki vilja það.

„Ég hef aldrei keyrt hinn fullkomna hring, aldrei,” sagði Hamilton sem keyrir fyrir hönd Mercedes. „Hinn fullkomni hringur? Nei og það er það sem er svo frábært við þessa íþrótt; þú verður aldrei fullkominn.”

Hamilton hefur 72. verið á ráspól og staðið uppi sem sigurvegari í 62 Formúlu 1 keppnum en hefur hann aldrei verið nálægt því að minnsta kosti að keyra svo vel að það gæti kallast fullkominn hringur?

„Kannski nálægt því en ef ég hefði tekið 1 til 10 þúsund hringi af þeim 30 þúsund sem ég hef keyrt þá væri það leiðinlegt. Ef þú myndir vera fullkominn aftur og aftur þá myndiru tapa hvatningunni auðveldlega.”

Fyrsti kappakstur keppnistímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Að sjálfsögðu verður vel fylgst með um helgina og allt sýnt í beinni á Stöð 2 Sport; æfing, tímatakan og keppnin sjálf. Vísir mun einnig vera vel með á nótunum og flytja ykkur allt það helsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×